Við fækkum þingmönnum Þorvaldur Gylfason skrifar 17. nóvember 2010 14:36 Bretar hafa aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að setja sér stjórnarskrá. Þeim duga lög og lætur vel skv. fornri hefð að fylgja lögum og reglum. Bandaríkjamenn settu sér stjórnarskrá, þegar þeir sögðu sig úr lögum við Breta, til að binda hendur löggjafans og vernda alþýðuna fyrir hugsanlegu ofríki af hálfu löggjafarvaldsins. Að binda hendur löggjafans ... Öguð samfélög með heilbrigða innviði eins og Bretland þurfa ekki að binda hendur löggjafans. Svipuðu máli gegnir t.d. um Danmörku. Stjórnarskrá hafa Danir að vísu sett sér, en hún er stutt og laggóð og stendur óbreytt frá 1953. Í hana hafa Danir ekki talið sig þurfa að bæta ýmsum ákvæðum, sem t.d. Svíar og Finnar hafa sett í sínar stjórnarskrár. Ekki verður séð, að Dönum hafi orðið meint af stuttri stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands frá 1944 var samin upp úr dönsku stjórnarskránni og er eftir því samanrekin. Úr því að danskt efnahagslíf stóð af sér áföllin á fjármálamörkuðum eftir 2007 og danska stjórnarskráin er svo að segja samhljóða íslenzku stjórnarskránni, ber stjórnarskráin þá enga ábyrgð á hruninu hér heima 2008? Þessi ályktun væri rökrétt, hefði stjórnmálastétt Íslands náð sama þroska og í Danmörku, en svo er ekki. Íslenzkt stjórnmálalíf varð snemma seinþroska. Danmörk er óspillt land, en íslenzk stjórnmál og viðskiptalíf eru morandi í spillingu meðal annars vegna þess, hversu illa sumum Íslendingum lætur ólíkt Dönum og Bretum að virða settar reglur. Hrunið hefur þann kost í för með sér, að nú hrannast upp skriflegir vitnisburðir um gamla og nýja spillingu, sem var á margra vitorði, en menn veigruðu sér áður við að fjalla um, svo að stjórnmálamenn og aðrir komust upp með að bera á móti meinsemdinni. Nú myndu flestir hlæja að þeim, sem þræta fyrir spillinguna. Hrunið hefur neytt þjóðina til að horfast í augu við sjálfa sig og stjórnmálastéttina eins og Njörður P. Njarðvík prófessor lýsir vel í bók sinni Spegill þjóðar (2010). ... til að bæta stjórnarfarið Af þessum sökum þarf Ísland ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk. Hefðum við í tæka tíð sett okkur nýja stjórnarskrá með skýrum ákvæðum um þjóðareign á auðlindum og um stjórnmálaflokka, fjármögnun þeirra og varnir gegn spillingu, hefði e.t.v. verið hægt að aftra hruni. Þá hefði stjórnarskráin getað staðið í vegi fyrir, að Alþingi færði útvegsmönnum kvótann á silfurfati og hefði síðan svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna, sem nýir eigendur keyrðu í kaf á mettíma. Þetta hangir saman. Kvótakerfið varðaði veginn að hruni bankanna. Ábyrgðarlausir útvegsmenn tóku lán í bönkunum með sameignarauðlindina að veði. Samfélag, þar sem mönnum leyfist að veðsetja eigur annarra, þarf að taka sér tak. Samfélag, þar sem 900 fölsuð málverk ganga kaupum og sölum skv. skjalfestum vitnisburði sérfræðinga og yfirvöldin lyfta varla fingri til að fletta ofan af fölsurunum, þarf að taka sér tak. Samfélag, sem þarf að una marklausri sýndarrannsókn á rökstuddum grun fyrrum utanríkisráðherra og núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þarf að taka sér tak. Málverkafölsunarmálið og símahlerunarmálið eru ekki gömul mál, nóg er af þeim, heldur ný. Ísland þarf ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk til að girða fyrir stjórnarhætti eins og þá, sem settu landið á hliðina. Skuldug þjóð er ekki frjáls, því að hún þarf að einhverju leyti að lúta tilmælum þeirra, sem draga hana upp úr skuldafeninu. Þeir, sem keyrðu landið í kaf, skertu frelsi þjóðarinnar og fullveldi. Þeim og þeirra líkum þarf að setja stólinn fyrir dyrnar með ákvæðum í stjórnarskrá til að tryggja skýra aðgreiningu valds með viðeigandi valdmörkum og mótvægi og til að skerða veldi stjórnmálaflokka. Því þarf að fækka fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi úr 63 í t.d. 37 eða 31. Færri þingmenn, meiri kröfur Þessar tölur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Í ritgerðum sínum um stjórnarskrána í Helgafelli 1946 lögðu Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhannesson til, að þingmönnum yrði fækkað í 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur) til að draga úr veldi stjórnmálaflokkanna og meðfylgjandi hættu á spillingu. Nú er lag að hrinda þessari tillögu þeirra í framkvæmd. Það tækifæri má Stjórnlagaþingið ekki láta sér úr greipum ganga. Fækkun þingmanna myndi spara fé og lyfta Alþingi með því að leiða af sér strangari kröfur kjósenda til fulltrúa sinna á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Bretar hafa aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að setja sér stjórnarskrá. Þeim duga lög og lætur vel skv. fornri hefð að fylgja lögum og reglum. Bandaríkjamenn settu sér stjórnarskrá, þegar þeir sögðu sig úr lögum við Breta, til að binda hendur löggjafans og vernda alþýðuna fyrir hugsanlegu ofríki af hálfu löggjafarvaldsins. Að binda hendur löggjafans ... Öguð samfélög með heilbrigða innviði eins og Bretland þurfa ekki að binda hendur löggjafans. Svipuðu máli gegnir t.d. um Danmörku. Stjórnarskrá hafa Danir að vísu sett sér, en hún er stutt og laggóð og stendur óbreytt frá 1953. Í hana hafa Danir ekki talið sig þurfa að bæta ýmsum ákvæðum, sem t.d. Svíar og Finnar hafa sett í sínar stjórnarskrár. Ekki verður séð, að Dönum hafi orðið meint af stuttri stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands frá 1944 var samin upp úr dönsku stjórnarskránni og er eftir því samanrekin. Úr því að danskt efnahagslíf stóð af sér áföllin á fjármálamörkuðum eftir 2007 og danska stjórnarskráin er svo að segja samhljóða íslenzku stjórnarskránni, ber stjórnarskráin þá enga ábyrgð á hruninu hér heima 2008? Þessi ályktun væri rökrétt, hefði stjórnmálastétt Íslands náð sama þroska og í Danmörku, en svo er ekki. Íslenzkt stjórnmálalíf varð snemma seinþroska. Danmörk er óspillt land, en íslenzk stjórnmál og viðskiptalíf eru morandi í spillingu meðal annars vegna þess, hversu illa sumum Íslendingum lætur ólíkt Dönum og Bretum að virða settar reglur. Hrunið hefur þann kost í för með sér, að nú hrannast upp skriflegir vitnisburðir um gamla og nýja spillingu, sem var á margra vitorði, en menn veigruðu sér áður við að fjalla um, svo að stjórnmálamenn og aðrir komust upp með að bera á móti meinsemdinni. Nú myndu flestir hlæja að þeim, sem þræta fyrir spillinguna. Hrunið hefur neytt þjóðina til að horfast í augu við sjálfa sig og stjórnmálastéttina eins og Njörður P. Njarðvík prófessor lýsir vel í bók sinni Spegill þjóðar (2010). ... til að bæta stjórnarfarið Af þessum sökum þarf Ísland ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk. Hefðum við í tæka tíð sett okkur nýja stjórnarskrá með skýrum ákvæðum um þjóðareign á auðlindum og um stjórnmálaflokka, fjármögnun þeirra og varnir gegn spillingu, hefði e.t.v. verið hægt að aftra hruni. Þá hefði stjórnarskráin getað staðið í vegi fyrir, að Alþingi færði útvegsmönnum kvótann á silfurfati og hefði síðan svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna, sem nýir eigendur keyrðu í kaf á mettíma. Þetta hangir saman. Kvótakerfið varðaði veginn að hruni bankanna. Ábyrgðarlausir útvegsmenn tóku lán í bönkunum með sameignarauðlindina að veði. Samfélag, þar sem mönnum leyfist að veðsetja eigur annarra, þarf að taka sér tak. Samfélag, þar sem 900 fölsuð málverk ganga kaupum og sölum skv. skjalfestum vitnisburði sérfræðinga og yfirvöldin lyfta varla fingri til að fletta ofan af fölsurunum, þarf að taka sér tak. Samfélag, sem þarf að una marklausri sýndarrannsókn á rökstuddum grun fyrrum utanríkisráðherra og núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þarf að taka sér tak. Málverkafölsunarmálið og símahlerunarmálið eru ekki gömul mál, nóg er af þeim, heldur ný. Ísland þarf ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk til að girða fyrir stjórnarhætti eins og þá, sem settu landið á hliðina. Skuldug þjóð er ekki frjáls, því að hún þarf að einhverju leyti að lúta tilmælum þeirra, sem draga hana upp úr skuldafeninu. Þeir, sem keyrðu landið í kaf, skertu frelsi þjóðarinnar og fullveldi. Þeim og þeirra líkum þarf að setja stólinn fyrir dyrnar með ákvæðum í stjórnarskrá til að tryggja skýra aðgreiningu valds með viðeigandi valdmörkum og mótvægi og til að skerða veldi stjórnmálaflokka. Því þarf að fækka fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi úr 63 í t.d. 37 eða 31. Færri þingmenn, meiri kröfur Þessar tölur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Í ritgerðum sínum um stjórnarskrána í Helgafelli 1946 lögðu Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhannesson til, að þingmönnum yrði fækkað í 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur) til að draga úr veldi stjórnmálaflokkanna og meðfylgjandi hættu á spillingu. Nú er lag að hrinda þessari tillögu þeirra í framkvæmd. Það tækifæri má Stjórnlagaþingið ekki láta sér úr greipum ganga. Fækkun þingmanna myndi spara fé og lyfta Alþingi með því að leiða af sér strangari kröfur kjósenda til fulltrúa sinna á Alþingi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun