Skoðun

Ökum edrú

Við getum verið sammála um að ölvunarakstur getur haft í för með sér skelfilegar afleiðingar. Við þekkjum alltof mörg dæmi þess. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að aðalástæða ölvunaraksturs er neysla áfengis. Í gegnum tíðina hafa slys og óhöpp tengd ölvunarakstri tekið of háan toll í umferðinni. Það er okkar að bregðast við til að draga úr hættunni. Margar leiðir eru færar og hafa allar það markmið að hvetja ökumenn til að aka ekki eftir neyslu.

Okkur kemur málið við. Við eigum að tilkynna ölvunarakstur í síma 112 sama hver á í hlut. Við eigum að bjóða upp á óáfenga drykki fyrir þá sem eru á bíl. Við eigum að stöðva þá sem ætla að aka undir áhrifum. Við látum ekki vini okkar aka undir áhrifum. Það að hafa aðgengi að edrú bílstjóra sem keyrir þá sem eru að skemmta sér skiptir miklu máli. Leigubílstjórar eru til staðar allan sólarhringinn og án vafa er ódýrara að nýta þjónustu þeirra en að verja því sem við eigum ólifað að borga fyrir tjónið. Sumir hópar sem eru að skemmta sér hafa oft einn ákveðinn bílstjóra sem er edrú allan tímann, fyrirbæri sem er kallað „designated driver", staðfastur bílstjóri.

Bjórframleiðendur ætla sér að auka sölu áfengis um 6% á meðan HM stendur yfir. Það er líklegt að það auki ölvunarakstur töluvert þar sem sumir fá sér bara einn eða tvo bjóra. Hluti af þessari aukningu er drukkinn á veitingahúsum.

Nú stendur yfir átak IOGT á Íslandi þar sem hvatt er til þess að við ökum edrú. Birtar verða auglýsingar þar sem heyra má frásagnir fólks um ófyrirsjáanlegar afleiðingar ölvunaraksturs. Markmiðið okkar er að vekja þjóðina til umhugsunar um að aka edrú. Boðið verður upp á bílstjóradrykk á völdum veitingahúsum sem eru í samstarfi við átakið. Sérstakur gestur átaksins, Joonas Turtonen, framkvæmdastjóri Hälsa och Trafik í Finnlandi, ber saman ölvunarakstur hér sem er að líkjast æ meira því sem er í Finnlandi. Minnt verður á að ölvunarakstur er dauðans alvara.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×