Orð eru til alls fyrst Margrét María Sigurðardóttir skrifar 17. nóvember 2010 06:00 Nýlega fögnuðum við degi íslenskrar tungu og er þá vel við hæfi að íslenska þjóðin staldri við og minnist þess hve mikilvægt og stórt hlutverk íslenska tungan hefur í samfélagi okkar. Á sama tíma og við gleðjumst er mikilvægt að huga að því að það standa ekki öll börn jafnfætis þegar það kemur að tungumálinu okkar. Mörg börn þurfa á sérstakri aðstoð að halda til að geta tjáð sig eða öðlast málskilning. Íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að ná eðlilegum þroska, eins og meðal annars kemur fram í 6. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er því mikilvægt að gera öllum börnum kleift að ná eins góðum málþroska og hægt er, án nokkurrar mismununar. Eðlilegur málþroski skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og er forsenda fyrir því að börn geti notið ýmissa annarra réttinda sinna, svo sem rétt til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Þegar barn á í erfiðleikum með að tjá sig getur það haft áhrif á félagsleg tengsl og líðan þess. Ef barn nær ekki góðum tökum á móðurmáli sínu í æsku getur það því takmarkað verulega framtíðarmöguleika þess. Þjónusta talmeinafræðinga skiptir miklu máli fyrir börn sem af einhverjum ástæðum þurfa aðstoð til að ná tökum á tungumálinu. Frá árinu 2007 hefur orðið neikvæð þróun á málefnum umræddra barna. Umboðsmaður barna hefur fengið fjölmargar ábendingar um að greiðslubyrði foreldra vegna talþjálfunar barna hafi aukist mikið og sumir treysta sér ekki til að kaupa þjónustuna þar sem um umtalsverðan kostnað er að ræða. Þessi þróun er óásættanleg að mati umboðsmanns barna, enda er um mikilvæg réttindi barna að ræða. Einungis sex talmeinafræðingar á landinu eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands, þar af einn á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim tilvikum sem talmeinafræðingar eru með slíkan samning greiða Sjúkratryggingar Íslands stóran hluta af kostnaðinum, eða 5.584 kr. fyrir hvern tíma en foreldrar greiða 1.396 kr. Þegar talmeinafræðingar eru ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands er hins vegar einungis veittur 2.000. kr. styrkur í fyrstu 25 skiptin sem barn fer til talmeinafræðings á 12 mánaða tímabili en eftir það 4.000 kr. á sama tímabili. Þar sem hver tími hjá talmeinafræðingi utan samnings kostar á bilinu 6.500 til 7.600 kr. er því ljóst að foreldrar þurfa að greiða töluvert háar fjárhæðir fyrir talþjálfun í langflestum tilvikum. Ljóst er að þessi kostnaður getur verið verulega íþyngjandi fyrir foreldra og leiðir til þess að mörg ofangreindra barna fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Börnum er því mismunað að þessu leyti eftir efnahag foreldra, en það er ekki í samræmi við 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna. Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Umboðsmaður hefur ítrekað komið ábendingum um nauðsyn þess að tryggja öllum börnum þá talþjálfun sem þau þurfa, meðal annars með bréfum til stjórnvalda, á fundum með ráðherrum, í fjölmiðlum o.fl. Umboðsmaður vinnur nú að gerð skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Íslands á Barnasáttmálanum. Vegna þeirrar vinnu hefur umboðsmaður fundað með ráðherrum og notað tækifærið til að minna á þetta alvarlega mál. Allir virðast sammála um að þörf sé á úrbótum. Þar sem orð eru til alls fyrst vonar umboðsmaður barna að breytinga sé að vænta í þessum málaflokki og að börnum verði tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét María Sigurðardóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fögnuðum við degi íslenskrar tungu og er þá vel við hæfi að íslenska þjóðin staldri við og minnist þess hve mikilvægt og stórt hlutverk íslenska tungan hefur í samfélagi okkar. Á sama tíma og við gleðjumst er mikilvægt að huga að því að það standa ekki öll börn jafnfætis þegar það kemur að tungumálinu okkar. Mörg börn þurfa á sérstakri aðstoð að halda til að geta tjáð sig eða öðlast málskilning. Íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að ná eðlilegum þroska, eins og meðal annars kemur fram í 6. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er því mikilvægt að gera öllum börnum kleift að ná eins góðum málþroska og hægt er, án nokkurrar mismununar. Eðlilegur málþroski skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og er forsenda fyrir því að börn geti notið ýmissa annarra réttinda sinna, svo sem rétt til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Þegar barn á í erfiðleikum með að tjá sig getur það haft áhrif á félagsleg tengsl og líðan þess. Ef barn nær ekki góðum tökum á móðurmáli sínu í æsku getur það því takmarkað verulega framtíðarmöguleika þess. Þjónusta talmeinafræðinga skiptir miklu máli fyrir börn sem af einhverjum ástæðum þurfa aðstoð til að ná tökum á tungumálinu. Frá árinu 2007 hefur orðið neikvæð þróun á málefnum umræddra barna. Umboðsmaður barna hefur fengið fjölmargar ábendingar um að greiðslubyrði foreldra vegna talþjálfunar barna hafi aukist mikið og sumir treysta sér ekki til að kaupa þjónustuna þar sem um umtalsverðan kostnað er að ræða. Þessi þróun er óásættanleg að mati umboðsmanns barna, enda er um mikilvæg réttindi barna að ræða. Einungis sex talmeinafræðingar á landinu eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands, þar af einn á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim tilvikum sem talmeinafræðingar eru með slíkan samning greiða Sjúkratryggingar Íslands stóran hluta af kostnaðinum, eða 5.584 kr. fyrir hvern tíma en foreldrar greiða 1.396 kr. Þegar talmeinafræðingar eru ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands er hins vegar einungis veittur 2.000. kr. styrkur í fyrstu 25 skiptin sem barn fer til talmeinafræðings á 12 mánaða tímabili en eftir það 4.000 kr. á sama tímabili. Þar sem hver tími hjá talmeinafræðingi utan samnings kostar á bilinu 6.500 til 7.600 kr. er því ljóst að foreldrar þurfa að greiða töluvert háar fjárhæðir fyrir talþjálfun í langflestum tilvikum. Ljóst er að þessi kostnaður getur verið verulega íþyngjandi fyrir foreldra og leiðir til þess að mörg ofangreindra barna fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Börnum er því mismunað að þessu leyti eftir efnahag foreldra, en það er ekki í samræmi við 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna. Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Umboðsmaður hefur ítrekað komið ábendingum um nauðsyn þess að tryggja öllum börnum þá talþjálfun sem þau þurfa, meðal annars með bréfum til stjórnvalda, á fundum með ráðherrum, í fjölmiðlum o.fl. Umboðsmaður vinnur nú að gerð skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Íslands á Barnasáttmálanum. Vegna þeirrar vinnu hefur umboðsmaður fundað með ráðherrum og notað tækifærið til að minna á þetta alvarlega mál. Allir virðast sammála um að þörf sé á úrbótum. Þar sem orð eru til alls fyrst vonar umboðsmaður barna að breytinga sé að vænta í þessum málaflokki og að börnum verði tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun