Rassgöt 2. janúar 2010 10:54 Bankahrunið hafði í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar; margar sem eru hrikalegar fyrir fjölskyldur landsins og éta upp hvern fréttatímann á fætur öðrum. Aðrar eru hvimleiðar, eins og til dæmis dauði bloggsins eins og við þekktum það. Einu sinni var rosalega gaman að fara nokkra blogghringi á dag. Skapandi og spennandi pennar lak af hverju strái eins og smjör og hnyttnar færslur flæddu um netheima eins og bjór um götur Aspen. Í dag er öldin önnur. Sumir tala um að skoðanir séu eins og rassgöt, vegna þess að allir séu með slíkt. Það er satt, en við klæðum okkur til að fyrirbyggja að sýna rassgatið hvar sem er, hvenær sem er. Það á enginn skilið að fara út í búð og fá rassgat framan í sig óumbeðið. Það væri afar ómannúðleg meðferð á fólki. Þannig er Netið orðið í dag. Sjálfviljugur vafrar maður um í leit að upplýsingum, afþreyingu og öðru, en á leiðinni fær maður framan í sig rassgöt sem maður kærir sig ekki um. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeirri staðreynd að sumum finnst gaman að skoða alls konar rassgöt, ég ætla ekki heldur að neita því að sjálfur hef ég gerst sekur um slíkt. Þau eru bara svo mörg og ógeðsleg að leitin að gæðarassgötunum inni á milli verður sífellt erfiðari. Kjötheimar hafa enn þá ótvíræða kosti fram yfir netheima. Samfélagið krefst þess að fólk hylji á sér rassgötin og kjósi maður að sjá þau hefur maður val. Undantekningin sannar regluna þar eins og í öðru og stöku sinnum rekst maður óviljugur á rassgat hér og rassgat þar. Í bloggheimum er önnur regla. Þar neyðist maður til að gramsa í rassgötum í leit að einhverju sem mark er takandi á. Einu sinni voru bloggarar almennt vel skrifandi fólk, sem nýtti miðilinn af kunnáttu og röksemi. Svo sprakk sprengjan og ormarnir skriðu upp úr holunni. Í dag eru margir af góðu bloggurunum í felum, blogga örsjaldan eða eru hreinlega hættir. Eftir stendur hópur af fólki, sem er með rassgöt eins og annað fólk, en röltir bert að neðan um götur netheima, aðdáendum fortíðardrauganna til ama og leiðinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Bankahrunið hafði í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar; margar sem eru hrikalegar fyrir fjölskyldur landsins og éta upp hvern fréttatímann á fætur öðrum. Aðrar eru hvimleiðar, eins og til dæmis dauði bloggsins eins og við þekktum það. Einu sinni var rosalega gaman að fara nokkra blogghringi á dag. Skapandi og spennandi pennar lak af hverju strái eins og smjör og hnyttnar færslur flæddu um netheima eins og bjór um götur Aspen. Í dag er öldin önnur. Sumir tala um að skoðanir séu eins og rassgöt, vegna þess að allir séu með slíkt. Það er satt, en við klæðum okkur til að fyrirbyggja að sýna rassgatið hvar sem er, hvenær sem er. Það á enginn skilið að fara út í búð og fá rassgat framan í sig óumbeðið. Það væri afar ómannúðleg meðferð á fólki. Þannig er Netið orðið í dag. Sjálfviljugur vafrar maður um í leit að upplýsingum, afþreyingu og öðru, en á leiðinni fær maður framan í sig rassgöt sem maður kærir sig ekki um. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeirri staðreynd að sumum finnst gaman að skoða alls konar rassgöt, ég ætla ekki heldur að neita því að sjálfur hef ég gerst sekur um slíkt. Þau eru bara svo mörg og ógeðsleg að leitin að gæðarassgötunum inni á milli verður sífellt erfiðari. Kjötheimar hafa enn þá ótvíræða kosti fram yfir netheima. Samfélagið krefst þess að fólk hylji á sér rassgötin og kjósi maður að sjá þau hefur maður val. Undantekningin sannar regluna þar eins og í öðru og stöku sinnum rekst maður óviljugur á rassgat hér og rassgat þar. Í bloggheimum er önnur regla. Þar neyðist maður til að gramsa í rassgötum í leit að einhverju sem mark er takandi á. Einu sinni voru bloggarar almennt vel skrifandi fólk, sem nýtti miðilinn af kunnáttu og röksemi. Svo sprakk sprengjan og ormarnir skriðu upp úr holunni. Í dag eru margir af góðu bloggurunum í felum, blogga örsjaldan eða eru hreinlega hættir. Eftir stendur hópur af fólki, sem er með rassgöt eins og annað fólk, en röltir bert að neðan um götur netheima, aðdáendum fortíðardrauganna til ama og leiðinda.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun