Fótbolti

Messi: Bað jólasveininn um sigur í Suður-Ameríkukeppninni 2011

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar í sigri á heimsmeisturum Spánar á dögunum.
Lionel Messi fagnar í sigri á heimsmeisturum Spánar á dögunum. Mynd/AFP
Það hefur flest allt gengið upp hjá Argentínumanninum Lionel Messi í búningi Barcelona og nú dreymir hann um að fara vinna titla með argentínska landsliðinu. Messi var heima í Argentínu um jólin og bað jólasveininn um fyrsta titilinn með landsliðinu á næsta ári.

„Ég vil vinna minn fyrsta titil með argentínska landsliðinu á árinu 2011 svo að ég bað jólaveininn um sigur í Suður-Ameríkukeppninni," sagði Lionel Messi í viðtali við fjölmiðla þegar hann var staddur í heimbæ sínum Rosario.

Messi hefur verið gagnrýndur heima fyrir vegna slakrar frammistöðu sinnar með landsliðinu og sumir hafa farið svo langt að líta á hann sem Katalóníubúa þar sem að hann blómstri aðeins með Barcelona-liðinu. Messi færi langt með að útrýma þeim hugsuninum landa sinna gangi allt upp næsta sumar.

Lionel Messi.Mynd/AP
„Ég mun gera allt til þess að vinna og þetta er gjöf sem ég vil líka gefa öllum Argentínumönnum. Fólkið í mínu landi á það skilið að upplifa frábært ár," sagði Messi en Suður-Ameríkukeppnin fer einmitt fram í Argentínu næsta sumar. Keppnin verður spiluð á milli 1. og 24. júlí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×