Allir flokkarnir tapa fylgi 31. maí 2010 06:00 Útkoma allra fjögurra stóru flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag er lakari en úr sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Miðað er við meðaltal atkvæða flokkanna í öllum sveitarfélögum sem þeir buðu fram í undir eigin nafni. Í þeim sveitarfélögum sem Samfylkingin bauð fram í eigin nafni í kosningunum á laugardag fékk flokkurinn að meðaltali 22,1 prósent greiddra atkvæða. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 fékk flokkurinn 30 prósent atkvæða þar sem hann bauð fram. Það er svipað og fylgi flokksins á landsvísu í alþingiskosningunum 2009, sem var 29,8 prósent. Stuðningur landsmanna við Samfylkinguna hefur því dregist umtalsvert saman, um hér um bil átta prósentustig, hvort sem miðað er við síðustu sveitarstjórnarkosningar, eða þingkosningarnar í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk að meðaltali 37,4 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2006, fékk flokkurinn 41,6 prósent atkvæða, ríflega fjórum prósentustigum meira. Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna á laugardag er þó langt yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningunum í fyrra. Í þeim kosningum fékk flokkurinn 23,7 prósent atkvæða. Úrslitin frá því á laugardaginn er því góð séu þau skoðuð í því ljósi, þó þau séu slæm í samanburði við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn fékk sína verstu kosningu frá upphafi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þá studdu 11,8 prósent flokkinn í þeim sveitarfélögum þar sem hann bauð fram í eigin nafni. Útkoman á laugardaginn er enn slakari, um 10,9 prósent studdu flokkinn að meðaltali þar sem hann bauð fram. Samanburðurinn við þingkosningarnar í fyrra er fráleitt hagstæðari fyrir flokkinn. Þar fékk Framsóknarflokkurinn 14,8 prósent atkvæða, um fjórum prósentustigum meira en meðaltalið á laugardag. Vinstri græn fengu 9,6 prósenta fylgi í þeim sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram undir eigin nafni í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum. Það er talsvert verri niðurstaða en árið 2006, þegar 12,6 prósent studdu flokkinn þar sem hann bauð fram. Stuðningur við flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum er þó langt frá góðu gengi í þingkosningunum í fyrra, þegar 21,7 prósent studdu flokkinn. Munurinn á því góða gengi og slæmri niðurstöðu í kosningunum á laugardag eru ríflega tólf prósentustig. Miðað við það hefur flokkurinn tapað ríflega helmingi fylgisins. Samanburður milli kosninga getur gefið ágæta mynd af gengi flokkanna á landsvísu, en rétt er að geta þess að margt getur haft áhrif. Til dæmis í hversu mörgum sveitarfélögum flokkarnir bjóða fram og hvort þeir bjóða bara fram í þeim sveitarfélögum sem þeir eru sterkir í. Þá hefur einnig áhrif að flokkarnir bjóða víða fram í samstarfi við aðra flokka. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Útkoma allra fjögurra stóru flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag er lakari en úr sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Miðað er við meðaltal atkvæða flokkanna í öllum sveitarfélögum sem þeir buðu fram í undir eigin nafni. Í þeim sveitarfélögum sem Samfylkingin bauð fram í eigin nafni í kosningunum á laugardag fékk flokkurinn að meðaltali 22,1 prósent greiddra atkvæða. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 fékk flokkurinn 30 prósent atkvæða þar sem hann bauð fram. Það er svipað og fylgi flokksins á landsvísu í alþingiskosningunum 2009, sem var 29,8 prósent. Stuðningur landsmanna við Samfylkinguna hefur því dregist umtalsvert saman, um hér um bil átta prósentustig, hvort sem miðað er við síðustu sveitarstjórnarkosningar, eða þingkosningarnar í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk að meðaltali 37,4 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2006, fékk flokkurinn 41,6 prósent atkvæða, ríflega fjórum prósentustigum meira. Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna á laugardag er þó langt yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningunum í fyrra. Í þeim kosningum fékk flokkurinn 23,7 prósent atkvæða. Úrslitin frá því á laugardaginn er því góð séu þau skoðuð í því ljósi, þó þau séu slæm í samanburði við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn fékk sína verstu kosningu frá upphafi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þá studdu 11,8 prósent flokkinn í þeim sveitarfélögum þar sem hann bauð fram í eigin nafni. Útkoman á laugardaginn er enn slakari, um 10,9 prósent studdu flokkinn að meðaltali þar sem hann bauð fram. Samanburðurinn við þingkosningarnar í fyrra er fráleitt hagstæðari fyrir flokkinn. Þar fékk Framsóknarflokkurinn 14,8 prósent atkvæða, um fjórum prósentustigum meira en meðaltalið á laugardag. Vinstri græn fengu 9,6 prósenta fylgi í þeim sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram undir eigin nafni í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum. Það er talsvert verri niðurstaða en árið 2006, þegar 12,6 prósent studdu flokkinn þar sem hann bauð fram. Stuðningur við flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum er þó langt frá góðu gengi í þingkosningunum í fyrra, þegar 21,7 prósent studdu flokkinn. Munurinn á því góða gengi og slæmri niðurstöðu í kosningunum á laugardag eru ríflega tólf prósentustig. Miðað við það hefur flokkurinn tapað ríflega helmingi fylgisins. Samanburður milli kosninga getur gefið ágæta mynd af gengi flokkanna á landsvísu, en rétt er að geta þess að margt getur haft áhrif. Til dæmis í hversu mörgum sveitarfélögum flokkarnir bjóða fram og hvort þeir bjóða bara fram í þeim sveitarfélögum sem þeir eru sterkir í. Þá hefur einnig áhrif að flokkarnir bjóða víða fram í samstarfi við aðra flokka. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira