Körfubolti

Ólafur Rafnsson keppir við Tyrkja um forsetastöðu í FiBA Europe

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Rafnsson.
Ólafur Rafnsson.
Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ og fyrrum formaður KKÍ, er í framboði til forseta FIBA Europe og nú er ljóst að hann fær samkeppni frá Tyrklandi um stöðuna því varaforseti FIBA Europe bíður sig fram gegn honum.

Ólafur Rafnsson var lengi vel einn í framboði en hann er núverandi stjórnarmaður FIBA Europe ásamt því að hafa verið í fleiri nefndum innan sambandsins í gegnum tíðina.

Fyrir skömmu bættist svo Turgay Demirel frá Tyrklandi við í framboðið en hann er forseti Tyrkneska sambandsins og varaforseti FIBA Europe. Hann hefur áður boðið sig fram í fyrsta sætið en þá hlaut hann ekki kosningu.

Kosningin fer fram 15. maí næstkomandi en það er ljóst er að Ólafur Rafnsson nýtur talsverðs stuðnings annarra sambanda innan FiBA Europe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×