Skuldabréfaútgáfa ManU orðin verulegt klúður 3. febrúar 2010 08:28 Þeir fjárfestar sem tóku þátt í 500 milljóna punda skuldabréfaútgáfu enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United (ManU) sitja nú eftir með sárt ennið. Verð á þessum skuldabréfum hefur hríðfallið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá útgáfunni. Þetta kemur fram í Finanacial Times í dag. ManU bauð bréfin bæði í pundum og dollurum og þróunin hefur verið sýnu verri í skuldabréfunum í pundum. Þau ganga nú kaupum og sölum á 93% af nafnverði. Dollarabréfin eru hinsvegar í boði á 94,5% af nafnverði. Með öðrum orðum hafa þeir sem fjárfestu í þessum bréfum mátt þola mikið tap og það er talið valda því að erfitt verði fyrir ManU að fara út í svipaða útgáfu í framtíðinni. „Þetta eru slæmar fréttir fyrir fjárfestana því þetta þýðir að þeir tapi á kaupum sínm ef þeir selja bréfin núna," segir Jonathan Moore greinandi hjá Evolution Securities. Flestir sérfræðingar telja að upphaflegt verð á þessum skuldabréfum hafi verið allt of hátt en aðrir benda á að verðfallið sé merki um það lélega lánstraust sem ManU hefur í dag. ManU er skuldum hlaðið eins og fram hefur komið í fréttum. Liðið greiðir um 7,2 milljarða kr. á ári í vexti af skuldum sínum. Þetta er litlu minni upphæð en liðið greiddi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney samanlagt. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þeir fjárfestar sem tóku þátt í 500 milljóna punda skuldabréfaútgáfu enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United (ManU) sitja nú eftir með sárt ennið. Verð á þessum skuldabréfum hefur hríðfallið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá útgáfunni. Þetta kemur fram í Finanacial Times í dag. ManU bauð bréfin bæði í pundum og dollurum og þróunin hefur verið sýnu verri í skuldabréfunum í pundum. Þau ganga nú kaupum og sölum á 93% af nafnverði. Dollarabréfin eru hinsvegar í boði á 94,5% af nafnverði. Með öðrum orðum hafa þeir sem fjárfestu í þessum bréfum mátt þola mikið tap og það er talið valda því að erfitt verði fyrir ManU að fara út í svipaða útgáfu í framtíðinni. „Þetta eru slæmar fréttir fyrir fjárfestana því þetta þýðir að þeir tapi á kaupum sínm ef þeir selja bréfin núna," segir Jonathan Moore greinandi hjá Evolution Securities. Flestir sérfræðingar telja að upphaflegt verð á þessum skuldabréfum hafi verið allt of hátt en aðrir benda á að verðfallið sé merki um það lélega lánstraust sem ManU hefur í dag. ManU er skuldum hlaðið eins og fram hefur komið í fréttum. Liðið greiðir um 7,2 milljarða kr. á ári í vexti af skuldum sínum. Þetta er litlu minni upphæð en liðið greiddi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney samanlagt.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira