Það er búist við stóru flóði úr Gígjökli, segir Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, í samtali við Vísi.
Kjartan segir að vatnið sé þegar orðið umtalsvert og fari enn hækkandi. Þetta sé það sem menn hafi mestar áhyggjur af núna í sambandi við gosið. Það sé alltaf hætta á miklum vatnsflaumi þegar gýs undir jökli. Kjartan bendir þó á að þetta sé miklu minna en myndi koma úr Kötlugosi.
Sjónarvottar sem Vísir hefur rætt við segjast hafa séð mikla gufustróka. Þessi mynd sem fylgir fréttinni, sem tekin er í Vestmannaeyjum, er til marks um að gufustrókarnir sjáist vel þaðan.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2024-10-16T140619.694Z-njardvik.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144710.008Z-thor.png)