Börnin mín drukku FM 957 í sig með móðurmjólkinni 21. maí 2010 08:45 Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir er nýjasti liðsmaður FM 957. Hún er einn þáttastjórnanda nýs morgunþáttar sem ber heitið Svali og félagar og hófst í morgun. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég held að ég hafi þurft eitthvað ögrandi til að takast á við," segir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, nýr liðsmaður útvarpsstöðvarinnar FM 957. Ásdís verður í morgunútvarpsteymi Sigvalda Kaldalóns, sem hóf upp raust sína í fyrsta sinn í morgun. Þátturinn tekur við af hinum ofurvinsæla Zúúber sem nú er hættur og í staðinn hefur Svali, eins og Sigvaldi er jafnan kallaður, fengið til sín nýtt fólk í nýjan þátt sem ber heitið Svali og félagar. Og er Ásdís í þeim hópi. Ný heimasíða er komin í loftið undir sama nafni og þar verður hægt að finna upptökur og útskriftir af efni þáttarins. Ásdís viðurkennir að hún hafi enga reynslu af útvarpi. „Nei, ég heyrði bara auglýsingu í útvarpinu þar sem ég var að keyra börnin í skólann á náttbuxunum og var síðan mætt í atvinnuviðtal þremur tímum seinna. Svona gerast bara hlutirnir," segir Ásdís. Hún er þriggja barna móðir og er að klára fjórða árið í lögfræði. „Nú er það bara lokaspretturinn sem tekur við," bætir hún við en eins og flestir vita er lögfræðinámið strembið og útheimtir mikla vinnu. Ásdís segist þó kvíða því að tíminn verði hennar versti óvinur. „Nei, það verður eiginlega að koma í ljós með haustinu og ég er einmitt bara að spá í því hvað ég eigi að gera í öllum mínum frístundum," grínast Ásdís með. Sjálf segist hún vera mikil áhugamanneskja um útvarp. „Ég er mikill FM-hnakki og smellpassa því alveg inn í umhverfið," bætir hún við. Verandi þriggja barna móðir hefur Ásdís ágætis reynslu af því að vakna eldsnemma á morgnana en þátturinn hefst á slaginu korter í sjö. „Það er bara ræs klukkan fimm og það verður ekkert mál," segir hún en börnin hennar eru sjö, tólf og fjórtán ára. Að sögn Ásdísar eru þau líkt og mamman ákaflega spennt fyrir nýja starfinu. „Já, þau fengu hnakkamenninguna með móðurmjólkinni." freyrgigja@frettabladid.is Hægt er að hlusta á FM 957 í beinni hér á Vísi. Lífið Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Ég held að ég hafi þurft eitthvað ögrandi til að takast á við," segir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, nýr liðsmaður útvarpsstöðvarinnar FM 957. Ásdís verður í morgunútvarpsteymi Sigvalda Kaldalóns, sem hóf upp raust sína í fyrsta sinn í morgun. Þátturinn tekur við af hinum ofurvinsæla Zúúber sem nú er hættur og í staðinn hefur Svali, eins og Sigvaldi er jafnan kallaður, fengið til sín nýtt fólk í nýjan þátt sem ber heitið Svali og félagar. Og er Ásdís í þeim hópi. Ný heimasíða er komin í loftið undir sama nafni og þar verður hægt að finna upptökur og útskriftir af efni þáttarins. Ásdís viðurkennir að hún hafi enga reynslu af útvarpi. „Nei, ég heyrði bara auglýsingu í útvarpinu þar sem ég var að keyra börnin í skólann á náttbuxunum og var síðan mætt í atvinnuviðtal þremur tímum seinna. Svona gerast bara hlutirnir," segir Ásdís. Hún er þriggja barna móðir og er að klára fjórða árið í lögfræði. „Nú er það bara lokaspretturinn sem tekur við," bætir hún við en eins og flestir vita er lögfræðinámið strembið og útheimtir mikla vinnu. Ásdís segist þó kvíða því að tíminn verði hennar versti óvinur. „Nei, það verður eiginlega að koma í ljós með haustinu og ég er einmitt bara að spá í því hvað ég eigi að gera í öllum mínum frístundum," grínast Ásdís með. Sjálf segist hún vera mikil áhugamanneskja um útvarp. „Ég er mikill FM-hnakki og smellpassa því alveg inn í umhverfið," bætir hún við. Verandi þriggja barna móðir hefur Ásdís ágætis reynslu af því að vakna eldsnemma á morgnana en þátturinn hefst á slaginu korter í sjö. „Það er bara ræs klukkan fimm og það verður ekkert mál," segir hún en börnin hennar eru sjö, tólf og fjórtán ára. Að sögn Ásdísar eru þau líkt og mamman ákaflega spennt fyrir nýja starfinu. „Já, þau fengu hnakkamenninguna með móðurmjólkinni." freyrgigja@frettabladid.is Hægt er að hlusta á FM 957 í beinni hér á Vísi.
Lífið Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira