Virgin liðið prófar belgískan ökumann 20. september 2010 16:18 Lucas di Grassi á Virgin bílnum. Mynd: Getty Images Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru. D'Ambrosio er 25 ára gamall og hefur keppt í GP2 mótaröðinni, en hann ekur með Virgin á æfingum í fyrsta skipti í Singapúr á föstudaginn. Hann ekur í stað Lucas di Grassi frá Brasilíu og mun einnig aka með liðinu á æfingum með ungum ökumönnum í Abu Dhabi í lok tímabilsins. Di Grassi mun sem fyrr keppa á mótshelgunum. "Það hefur alltaf verið markmið mitt að keppa í Formúlu 1 og ég er hæstánægður að vera skrefi nær. Ég er þakklátur Virgin liðinu og Gravity Sport Management fyrir traustið. Ég mun ekki bregðast þeim", sagði D'Ambrosio í frétt á autosport.com. "Þetta er frábært tækifæri og ég hlakka til að hjálpa liðinu á allan þann hátt sem ég get, auk þess að fá reynslu á fjórum af erfiðustu brautum ársins. Ef ég horfi til 2011 þá er þessiu reynsla mikivæg." D'Ambrosio gæti er í skoðun hjá Virgin með næsta ár í huga, en liðið er með tveggja ára samning til viðbótar við Timo Glock og á fyrsta rétt á áframhaldandi veru di Grassi. Graemo Lowdon sagði báða ökumenn liðsins hafa skilað sínu, en sagði D'Ambrosio alvöru kappakstursmann sem liðið vildi skoða. Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru. D'Ambrosio er 25 ára gamall og hefur keppt í GP2 mótaröðinni, en hann ekur með Virgin á æfingum í fyrsta skipti í Singapúr á föstudaginn. Hann ekur í stað Lucas di Grassi frá Brasilíu og mun einnig aka með liðinu á æfingum með ungum ökumönnum í Abu Dhabi í lok tímabilsins. Di Grassi mun sem fyrr keppa á mótshelgunum. "Það hefur alltaf verið markmið mitt að keppa í Formúlu 1 og ég er hæstánægður að vera skrefi nær. Ég er þakklátur Virgin liðinu og Gravity Sport Management fyrir traustið. Ég mun ekki bregðast þeim", sagði D'Ambrosio í frétt á autosport.com. "Þetta er frábært tækifæri og ég hlakka til að hjálpa liðinu á allan þann hátt sem ég get, auk þess að fá reynslu á fjórum af erfiðustu brautum ársins. Ef ég horfi til 2011 þá er þessiu reynsla mikivæg." D'Ambrosio gæti er í skoðun hjá Virgin með næsta ár í huga, en liðið er með tveggja ára samning til viðbótar við Timo Glock og á fyrsta rétt á áframhaldandi veru di Grassi. Graemo Lowdon sagði báða ökumenn liðsins hafa skilað sínu, en sagði D'Ambrosio alvöru kappakstursmann sem liðið vildi skoða.
Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira