Körfubolti

Hamarskonur tryggðu sér oddaleik - unnu KR 81-75

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var ekkert gefið eftir í Hvergerði í dag.
Það var ekkert gefið eftir í Hvergerði í dag. Mynd/Daníel

Hamar tryggði sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir 81-75 sigur í fjórða leiknum við KR sem fram fór í Hveragerði í dag. Oddaleikurinn verður í DHl-höllinni á þriðjudaginn.

Julia Demirer átti frábæran leik fyrir Hamar í dag með 23 stig og 26 fráköst, Koren Schram skoraði 20 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir var með ellefu stig.

Hildur Sigurðardóttir og Unnur Tara Jónsdóttir skoruðu báðar 18 stig fyrir KR.

KR byrjaði betur og var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Hamar komst yfir fyrir hálflleik með því að vinna síðustu sex mínútur hálfleiksins 18-4.

Hamar hélt frumkvæðinu fram í fjórða þar til að KR skoraði 10 stig í röð á stuttum tíma og komst einu stigi yfir. Hamar kom hinsvegar aftur til baka og tryggði sér sigur og þar með oddaleik í DHl-höllinni á þriðjudagskvöldið.



Hamar-KR 81-75 (45-42)



Stig Hamars: Julia Demirer 23/26 fráköst/3 varin skot, Koren  Schram 20/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 11, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7, Fanney Lind Guðmundsdóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 3, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1/8 fráköst.

Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 18/11 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 18/7 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 14/9 fráköst/6 varin skot, Jenny  Pfeiffer-Finora 14, Margrét Kara Sturludóttir 9/12 fráköst/6 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×