Handbolti

Snorri Steinn: Með kjánahroll í búningi AG

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Arnór Atlason í leiknum í gær. Takið eftir upphandleggsvöðvunum sem Arnór hefur líklega unnið ötullega í allt sumarið vegna búninganna.
Arnór Atlason í leiknum í gær. Takið eftir upphandleggsvöðvunum sem Arnór hefur líklega unnið ötullega í allt sumarið vegna búninganna. Sporten.
Stórlið AG Köbenhavn gerir allt fyrir athyglina. Það spilar í vægast sagt öðruvísi búningum en önnur handboltalið, treyjurnar eru meðal annars ermalausar.

Búningunum hefur verið líkt við búninga Harlem Globetrotters körfuboltaliðsins. Ermaleysið þýðir að leikmenn verða að passa upp á „bóndabrúnkuna," og upphandleggsvöðvana.

„Ég fékk mikið hrós fyrir það hvernig ég tók mig út í búningnum," sagði Snorri Steinn Guðjónsson léttur en hann var einn besti maður liðsins. Hann skoraði sjö mörk í sigrinum á AaB og Arnór Atlason eitt.

„Ég var búinn að tuða eitthvað yfir þessum búningum en það var annaðhvort að spila í þessu eða bara sleppa því að spila. Þetta gleymist eins og annað og það er ekkert öðruvísi að spila í þessu. En ég fékk nettan kjánahroll þegar ég klæddi mig í treyjuna og ég var fljótur í bol eftir leikinn," sagði Snorri.

Nánar er rætt við Snorra í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×