Alonso: Helmingslíkur á meistaratitli 9. ágúst 2010 09:23 Robert Kubica og Fernando Alonso á ökumannskynningu á mótsstað. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að hann eigi möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins í fimmta sæti í stigamótinu. Mark Webber, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel eru allir á undan honum í stigamótinu, en Alonso er 20 stigum á eftir Hamilton. Það eru gefinn 25 stig fyrir fyrsta sæti, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og minna fyrir næstu sæti á eftir. "Það þurfti ekki nema tvö mót til að koma okkur í sóknarstöðu um titilinn. Við erum á eftir, en ég er sannfærður um að á lokasprettinum verðum við nær toppnum en núna", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það sem er mikilvægast er að halda rónni og einbeitingu og vinna verk okkar vel. Það er erfitt að meta hver okkar er sterkastur, en kannski Hamilton og Button og ég, menn sem hafa unnið titlanna áður. Ég myndi telja helmingslíkur á að ég vinni titilinn." Alonso segir Ferrari á réttri leið og að bíllinn hafi batnað mikið, sem gerir hann bjartsýnni en ella. Það færi líka liðinu sjálfstraust. "Við verðum með nýja hluti á Spa í Belgíu og það ætti að færa okkur skör ofar, en keppinautarnir munu gera það sama. Við verðum bara að vera betri," sagði Alonso. Mál Ferrari varðandi liðsskipanir verður tekið fyrir í næsta mánuði og Alonso segist vonast eftir hagstæðri niðurstöðu í því máli. Það verður tekið fyrir 8. september hjá FIA. Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að hann eigi möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins í fimmta sæti í stigamótinu. Mark Webber, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel eru allir á undan honum í stigamótinu, en Alonso er 20 stigum á eftir Hamilton. Það eru gefinn 25 stig fyrir fyrsta sæti, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og minna fyrir næstu sæti á eftir. "Það þurfti ekki nema tvö mót til að koma okkur í sóknarstöðu um titilinn. Við erum á eftir, en ég er sannfærður um að á lokasprettinum verðum við nær toppnum en núna", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það sem er mikilvægast er að halda rónni og einbeitingu og vinna verk okkar vel. Það er erfitt að meta hver okkar er sterkastur, en kannski Hamilton og Button og ég, menn sem hafa unnið titlanna áður. Ég myndi telja helmingslíkur á að ég vinni titilinn." Alonso segir Ferrari á réttri leið og að bíllinn hafi batnað mikið, sem gerir hann bjartsýnni en ella. Það færi líka liðinu sjálfstraust. "Við verðum með nýja hluti á Spa í Belgíu og það ætti að færa okkur skör ofar, en keppinautarnir munu gera það sama. Við verðum bara að vera betri," sagði Alonso. Mál Ferrari varðandi liðsskipanir verður tekið fyrir í næsta mánuði og Alonso segist vonast eftir hagstæðri niðurstöðu í því máli. Það verður tekið fyrir 8. september hjá FIA.
Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira