Körfuboltadómarinn Sigmundur Már Herbertsson er á leið til Litháen þar sem hann dæmir leik VICI Aistes frá Litháen og SpartaK Moskvu í Meistaradeild kvenna sem fram fer í Kaunas á morgun, miðvikudaginn 27. október.
Sigmundur er aðaldómari leiksins og meðdómarar hans eru Pekka Saros frá Finnlandi og Athanasios Ikonomou frá Svíþjóð. Eftirlitsmaður er Anthony Colgan frá Austurríki. Þessi lið eru í C-riðli og er þetta fyrsti leikur liðanna í keppninni.
Það hefur verið nóg að gera á alþjóðlegum vettvangi hjá Sigmundi í haust enda er hann að standa sig vel í verkefnum hjá FIBA.