Brasilíumaðurinn Pato var hetja AC Milan sem vann 3-1 sigur á Chievo í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Pato skoraði öll þrjú mörk AC Milan í dag, þar af tvö í fyrri hálfleik.
Zlatan Ibrahimovic varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í dag en Pato innsiglaði sigur AC Milan með marki í uppbótartíma.
Milan komst á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum í dag, um stundarsakir að minnsta kosti. Lazio er stigi á eftir og á leik til góða gegn Bari annað kvöld.
Inter og Napoli koma næst með ellefu stig, þremur á eftir AC Milan, og eiga einnig leik til góða.