Íslenskir kylfingar ósáttir við að klukkunni verði seinkað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2010 19:15 Stjórn Golfsambands Íslands er allt annað en sátt við frumvarp um að seinka klukkunni á Íslandi og segir að það muni skerða tíma til golfiðkunar á sumrin. Skiptar skoðanir eru meðal almennings um klukkufrumvarpið svokallaða sem lagt var fram á Alþingi á dögunum en í því er lagt til að klukkunni verði seinkað um einn tíma af ýmsum ástæðum. Ef frumvarpið verður samþykkt þurfa kylfingar á Íslandi að hætta að spila golf fyrr á kvöldin í kringum þann takmarkaða tíma á sumrin sem hægt er að spila golf allan sólarhringinn. Þetta er áhyggjuefni hjá golfsambandinu þar sem málið var til umræðu á stjórnarfundi um helgina. „Flestir spila golf eftir vinnu og það er ákveðin sérstaða hér á Íslandi hvað menn geta spilað lengi. Við erum með stuttan spilatíma þannig að þetta myndi skerða þá nýtingu. Maður myndi halda í því árferði sem er þá þurfum við að leita allra hagræðinga," sagði Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá fréttina með því að smella hér fyrir ofan. Hörður segir þetta kosta breytingar á bókunarkerfum og skapa vannýtingu á mannvirkjum eins og íþróttamannvirkjum og að það sé ekki tímabært í árferðinu sem er í dag. Þetta hefur líka áhrif á miðnæturgolfið sem er orðið vinsælla og vinsælla með hverju árinu. „Við höfum verið að markaðssetja íslenskt golf erlendis og við teljum að þarna sé verið að skerða þá möguleika. Útlendingar hafa mjög gaman að því að spila hér á kvöldin og inn þessar sumarnætur okkar. Þarna verður tekjuskerðing hjá klúbbunum," sagði Hörður. Golfsambandið ætlar að koma athugasemdum sínum til þingmanna á næstu dögum. „Okkur finnst eðlilegt að þeir fái að heyra af þeim áhyggjum sem hafa komið upp innan hreyfingarinnar og meti þær síðan þegar þeir ákveða hvort að þessar breytingar séu skynsamlegar eða ekki. Þetta gæti líka verið spurning um að vera með sumartíma og vetrartíma," sagði Hörður. Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Stjórn Golfsambands Íslands er allt annað en sátt við frumvarp um að seinka klukkunni á Íslandi og segir að það muni skerða tíma til golfiðkunar á sumrin. Skiptar skoðanir eru meðal almennings um klukkufrumvarpið svokallaða sem lagt var fram á Alþingi á dögunum en í því er lagt til að klukkunni verði seinkað um einn tíma af ýmsum ástæðum. Ef frumvarpið verður samþykkt þurfa kylfingar á Íslandi að hætta að spila golf fyrr á kvöldin í kringum þann takmarkaða tíma á sumrin sem hægt er að spila golf allan sólarhringinn. Þetta er áhyggjuefni hjá golfsambandinu þar sem málið var til umræðu á stjórnarfundi um helgina. „Flestir spila golf eftir vinnu og það er ákveðin sérstaða hér á Íslandi hvað menn geta spilað lengi. Við erum með stuttan spilatíma þannig að þetta myndi skerða þá nýtingu. Maður myndi halda í því árferði sem er þá þurfum við að leita allra hagræðinga," sagði Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá fréttina með því að smella hér fyrir ofan. Hörður segir þetta kosta breytingar á bókunarkerfum og skapa vannýtingu á mannvirkjum eins og íþróttamannvirkjum og að það sé ekki tímabært í árferðinu sem er í dag. Þetta hefur líka áhrif á miðnæturgolfið sem er orðið vinsælla og vinsælla með hverju árinu. „Við höfum verið að markaðssetja íslenskt golf erlendis og við teljum að þarna sé verið að skerða þá möguleika. Útlendingar hafa mjög gaman að því að spila hér á kvöldin og inn þessar sumarnætur okkar. Þarna verður tekjuskerðing hjá klúbbunum," sagði Hörður. Golfsambandið ætlar að koma athugasemdum sínum til þingmanna á næstu dögum. „Okkur finnst eðlilegt að þeir fái að heyra af þeim áhyggjum sem hafa komið upp innan hreyfingarinnar og meti þær síðan þegar þeir ákveða hvort að þessar breytingar séu skynsamlegar eða ekki. Þetta gæti líka verið spurning um að vera með sumartíma og vetrartíma," sagði Hörður.
Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira