Alonso: Tímatakan verður jöfn 13. nóvember 2010 05:26 Ökumenn aka við sólsetur í tímatökunni í dag, rétt eins og á æfingum í gær. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso hjá Ferrari er efstur í stigamóti ökumanna fyrir úrslitarimmuna um meistaratitil ökumanna í Abu Dhabi i dag, en tímatakan sem fer fram í dag gæti ráðið miklu um úrslitin í mótinu á sunnudag. Tvær æfingar fór fram í gær og lokaæfing verður á undan tímatökunni á laugardagsmorgun. "Þessi mótshelgi byrjaði vel hjá okkur. Við söfnuðum upplýsingum sem tæknimenn okkar skoða rækilega. Það fyrsta sem er gert á föstudögum er að skoða að allt sé í standi og eiginleikar bílsins sé samsvarandi við það sem við erum búnir á prófa í ökuhermi", sagði Alonso um hvernig menn bera sig að á æfingum áður en kemur að tímatökum. Hann var með sjötta besta tíma í gær, en Lewis Hamilton var með besta aksturstíma dagsins á McLaren. "Við vinnum í því að hámarka möguleika bílsins með því að breyta uppsetningu bílsins og yfirbyggingu til að sjá hvað er hægt að bæta. Við erum þokkalega ánægðir með bílinn. Hann er auðveldur í meðförum, en við getum náð meira út úr honum. Ég geri ráð fyrir að tímatakan verði mjög jöfn og vonandi verðum við nær Red Bull en áður. Það er tilgangslaust að spá í hvernig málin þróast í kappakstrinum. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera og hvernig við útbúum bílinn sem best", sagði Alonso. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er kl. 09.55 á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari er efstur í stigamóti ökumanna fyrir úrslitarimmuna um meistaratitil ökumanna í Abu Dhabi i dag, en tímatakan sem fer fram í dag gæti ráðið miklu um úrslitin í mótinu á sunnudag. Tvær æfingar fór fram í gær og lokaæfing verður á undan tímatökunni á laugardagsmorgun. "Þessi mótshelgi byrjaði vel hjá okkur. Við söfnuðum upplýsingum sem tæknimenn okkar skoða rækilega. Það fyrsta sem er gert á föstudögum er að skoða að allt sé í standi og eiginleikar bílsins sé samsvarandi við það sem við erum búnir á prófa í ökuhermi", sagði Alonso um hvernig menn bera sig að á æfingum áður en kemur að tímatökum. Hann var með sjötta besta tíma í gær, en Lewis Hamilton var með besta aksturstíma dagsins á McLaren. "Við vinnum í því að hámarka möguleika bílsins með því að breyta uppsetningu bílsins og yfirbyggingu til að sjá hvað er hægt að bæta. Við erum þokkalega ánægðir með bílinn. Hann er auðveldur í meðförum, en við getum náð meira út úr honum. Ég geri ráð fyrir að tímatakan verði mjög jöfn og vonandi verðum við nær Red Bull en áður. Það er tilgangslaust að spá í hvernig málin þróast í kappakstrinum. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera og hvernig við útbúum bílinn sem best", sagði Alonso. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er kl. 09.55 á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira