Um 2.000.000 ferkílómetra áhrifasvæði 21. ágúst 2010 07:00 Fyrir nokkru birtist greinin „Virkisturn í norðri?" í Morgunblaðinu eftir Ögmund Jónasson alþingismann sem valdið hefur töluverðu fjaðrafoki. Í greininni heldur Ögmundur því fram að ef Ísland „sameinist" Evrópusambandinu (ESB) stækki yfirráðasvæði sambandsins um tæp 10 prósent og áhrifasvæði (eftirlits- og björgunarsvæði) um 20 prósent. Áhrifasvæðið færi úr u.þ.b. 10 milljónum ferkílómetra í 12 milljónir ferkílómetra. Þetta er ekki alls kostar rétt hjá Ögmundi. Hér að neðan verður bent á að fullveldisréttindi Íslands eru takmörkuð á því svæði sem hann nefnir yfirráðasvæði og að slík réttindi á svokölluðu áhrifasvæði eru engin og ólíklegt að nokkur ásælist þau.YFIRRÁÐASVÆÐI Með yfirráðasvæði á Ögmundur væntanlega við landsvæði Íslands, innsævi, 12 sjómílna landhelgi, 200 sjómílna efnahagslögsögu og óstaðfest landgrunnsréttindi fyrir utan 200 sjómílur. Ef einungis er tekið mið af þeim hafsvæðum sem Ísland hefur einhvers konar yfirráð yfir á þessari stundu eru þau um 750.000 ferkílómetrar. Þau verða þó líklega meiri í framtíðinni ef landgrunnsnefnd SÞ samþykkir landgrunnskröfur Íslands. Rétt er að benda á að Ísland nýtur ekki fullveldisréttar í efnahagslögsögunni né á landgrunninu. Á þessu svæði nýtur Ísland takmarkaðra fullveldisréttinda. Í efnahagslögsögunni fara strandríki einkum með fullveldisréttindi yfir vernd, rannsóknum og nýtingu auðlinda hafsins og lögsögu að því er varðar gerð og afnot tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja, hafrannsóknir og verndun og varðveislu hafrýmisins. Þar hafa hins vegar erlendir aðilar m.a. rétt til siglinga og yfirflugs og til lagningar neðansjávarstrengja og -leiðslna og önnur alþjóðlega lögmæt not hafsins sem snerta þessi réttindi, t.d. þau not er tengjast starfrækslu skipa, loftfara og neðansjávarstrengja og -leiðslna. Þar að auki er strandríkjum ekki talið heimilt að koma í veg fyrir heræfingar erlendra ríkja á þessu svæði. Í landgrunninu fara strandríki með fullveldisréttindi að því er varðar rannsóknir og hagnýtingu náttúruauðlinda þess. Þær auðlindir teljast vera jarðefnaauðlindir og aðrar ólífrænar auðlindir hafsbotnsins og botnlaganna ásamt lífverum í flokki botnsetutegunda. Réttindi strandríkja yfir landgrunninu hafa ekki áhrif á réttarstöðu yfirlæga hafsins né loftrýmisins yfir hafinu. Víðátta landgrunnsins getur verið meiri en víðátta efnahagslösögunnar, þ.e. það getur náð út fyrir 200 sjómílur. Ljóst er af því sem segir hér að ofan að yfirráðaréttur íslenska ríkisins til stærsta hluta þeirra svæða sem Ögmundur kallar yfirráðasvæði er takmarkaður. Það skal þó ekki gert lítið úr mikilvægi fullveldisréttinda Íslands í efnahagslögsögunni og á landgrunninu, sbr. fiskveiðar Íslendinga og hugsanleg olíuvinnsla.ÁHRIFASVÆÐI Með áhrifasvæði virðist Ögmundur eiga fyrst og fremst við það svæði sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að sinna samkvæmt alþjóðasamningnum um leit og björgun á sjó frá árinu 1979. Svæðið sem Ísland er ábyrgt fyrir er í kringum 1.800.000 ferkílómetra og nær langt út fyrir efnahagslögsöguna, inn á alþjóðlegt hafsvæði og nær yfir stóran hluta efnahagslögsögu Grænlands, Færeyja og Noregs (Jan Mayen svæðið). Samningurinn gengur fyrst og fremst út á að skilgreina leitar- og björgunarsvæði. Slík svæði eru sett á laggirnar til að samræma aðgerðir frá skilgreindum leitar- og björgunarsamhæfingarstöðvum. Samningurinn skapar engin fullveldisréttindi til handa aðildarríkjum samningsins. Þar að auki er sérstaklega tekið fram í viðauka við samninginn að afmörkun slíkra svæða tengist ekki og skuli ekki hafa áhrif á afmörkun haf- eða landsvæða ríkja. Ólíklegt verður að teljast að ESB, eða yfirhöfuð einhver, ásælist slík leitar- og björgunarsvæði. Til að draga saman efni þessarar greinar þá fer Ögmundur ekki rétt með þegar hann segir að áhrifasvæði Íslands sé 2.000.000 ferkílómetra. Bent skal sérstaklega á að grein þessi hefur ekki fjallað um hvar, yfir hverjum og í hvaða málaflokkum ESB hefur lögsögu á hafsvæðum aðildarríkja sinna, slík umfjöllun myndi væntanlega veikja málflutning Ögmundar enn frekar. Að lokum verður spurt þeirrar spurningar hvort málsmetandi alþingismenn, sem margir taka mark á, þurfi ekki að vanda málflutning sinn betur áður en þeir tjá sig um flókin og mikilvæg málefni sem snerta framtíð Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birtist greinin „Virkisturn í norðri?" í Morgunblaðinu eftir Ögmund Jónasson alþingismann sem valdið hefur töluverðu fjaðrafoki. Í greininni heldur Ögmundur því fram að ef Ísland „sameinist" Evrópusambandinu (ESB) stækki yfirráðasvæði sambandsins um tæp 10 prósent og áhrifasvæði (eftirlits- og björgunarsvæði) um 20 prósent. Áhrifasvæðið færi úr u.þ.b. 10 milljónum ferkílómetra í 12 milljónir ferkílómetra. Þetta er ekki alls kostar rétt hjá Ögmundi. Hér að neðan verður bent á að fullveldisréttindi Íslands eru takmörkuð á því svæði sem hann nefnir yfirráðasvæði og að slík réttindi á svokölluðu áhrifasvæði eru engin og ólíklegt að nokkur ásælist þau.YFIRRÁÐASVÆÐI Með yfirráðasvæði á Ögmundur væntanlega við landsvæði Íslands, innsævi, 12 sjómílna landhelgi, 200 sjómílna efnahagslögsögu og óstaðfest landgrunnsréttindi fyrir utan 200 sjómílur. Ef einungis er tekið mið af þeim hafsvæðum sem Ísland hefur einhvers konar yfirráð yfir á þessari stundu eru þau um 750.000 ferkílómetrar. Þau verða þó líklega meiri í framtíðinni ef landgrunnsnefnd SÞ samþykkir landgrunnskröfur Íslands. Rétt er að benda á að Ísland nýtur ekki fullveldisréttar í efnahagslögsögunni né á landgrunninu. Á þessu svæði nýtur Ísland takmarkaðra fullveldisréttinda. Í efnahagslögsögunni fara strandríki einkum með fullveldisréttindi yfir vernd, rannsóknum og nýtingu auðlinda hafsins og lögsögu að því er varðar gerð og afnot tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja, hafrannsóknir og verndun og varðveislu hafrýmisins. Þar hafa hins vegar erlendir aðilar m.a. rétt til siglinga og yfirflugs og til lagningar neðansjávarstrengja og -leiðslna og önnur alþjóðlega lögmæt not hafsins sem snerta þessi réttindi, t.d. þau not er tengjast starfrækslu skipa, loftfara og neðansjávarstrengja og -leiðslna. Þar að auki er strandríkjum ekki talið heimilt að koma í veg fyrir heræfingar erlendra ríkja á þessu svæði. Í landgrunninu fara strandríki með fullveldisréttindi að því er varðar rannsóknir og hagnýtingu náttúruauðlinda þess. Þær auðlindir teljast vera jarðefnaauðlindir og aðrar ólífrænar auðlindir hafsbotnsins og botnlaganna ásamt lífverum í flokki botnsetutegunda. Réttindi strandríkja yfir landgrunninu hafa ekki áhrif á réttarstöðu yfirlæga hafsins né loftrýmisins yfir hafinu. Víðátta landgrunnsins getur verið meiri en víðátta efnahagslösögunnar, þ.e. það getur náð út fyrir 200 sjómílur. Ljóst er af því sem segir hér að ofan að yfirráðaréttur íslenska ríkisins til stærsta hluta þeirra svæða sem Ögmundur kallar yfirráðasvæði er takmarkaður. Það skal þó ekki gert lítið úr mikilvægi fullveldisréttinda Íslands í efnahagslögsögunni og á landgrunninu, sbr. fiskveiðar Íslendinga og hugsanleg olíuvinnsla.ÁHRIFASVÆÐI Með áhrifasvæði virðist Ögmundur eiga fyrst og fremst við það svæði sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að sinna samkvæmt alþjóðasamningnum um leit og björgun á sjó frá árinu 1979. Svæðið sem Ísland er ábyrgt fyrir er í kringum 1.800.000 ferkílómetra og nær langt út fyrir efnahagslögsöguna, inn á alþjóðlegt hafsvæði og nær yfir stóran hluta efnahagslögsögu Grænlands, Færeyja og Noregs (Jan Mayen svæðið). Samningurinn gengur fyrst og fremst út á að skilgreina leitar- og björgunarsvæði. Slík svæði eru sett á laggirnar til að samræma aðgerðir frá skilgreindum leitar- og björgunarsamhæfingarstöðvum. Samningurinn skapar engin fullveldisréttindi til handa aðildarríkjum samningsins. Þar að auki er sérstaklega tekið fram í viðauka við samninginn að afmörkun slíkra svæða tengist ekki og skuli ekki hafa áhrif á afmörkun haf- eða landsvæða ríkja. Ólíklegt verður að teljast að ESB, eða yfirhöfuð einhver, ásælist slík leitar- og björgunarsvæði. Til að draga saman efni þessarar greinar þá fer Ögmundur ekki rétt með þegar hann segir að áhrifasvæði Íslands sé 2.000.000 ferkílómetra. Bent skal sérstaklega á að grein þessi hefur ekki fjallað um hvar, yfir hverjum og í hvaða málaflokkum ESB hefur lögsögu á hafsvæðum aðildarríkja sinna, slík umfjöllun myndi væntanlega veikja málflutning Ögmundar enn frekar. Að lokum verður spurt þeirrar spurningar hvort málsmetandi alþingismenn, sem margir taka mark á, þurfi ekki að vanda málflutning sinn betur áður en þeir tjá sig um flókin og mikilvæg málefni sem snerta framtíð Íslendinga.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar