Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli á morgun.
Athygli vekur að Margrét Lára Viðarsdóttir er á bekknum að þessu sinni og er Valsarinn Dagný Brynjarsdóttir í byrjunarliðinu í hennar stað.
Hallbera Guðný Gísladóttir kemur inn í stöðu vinstri bakvarðar í stað Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur sem tekur út leikbann á morgun.
Þá er Dóra María Lárusdóttir komin aftur á hægri kantinn og dettur Rakel Logadóttir því út úr liðinu.
Byrjunarliðið er þannig skipað:
Markvörður:
Þóra B. Helgadóttir
Varnarmenn:
Guðný B. Óðinsdóttir
Katrín Jónsdóttir
Sif Atladóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Miðvallarleikmenn:
Dóra María Lárusdóttir
Katrín Ómarsdóttir
Edda Garðarsdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Sóknarmaður:
Dagný Brynjarsdóttir.
