Umræðan um álver í Helguvík 2. september 2010 06:00 Í það rúma ár sem ég hef gegnt embætti umhverfisráðherra hafa talsmenn álvers í Helguvík haldið uppi áróðri um að atvinnuleysi Suðurnesjamanna sé að miklu leyti á ábyrgð umhverfisráðherra. Sá áróður hefur litlu skilað nema ef vera skyldi að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins hafi örlítið aukist síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Stóryrði hafa fallið jafnt hjá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem og fulltrúum sveitarstjórnarmeirihlutans í Reykjanesbæ og nærliggjandi bæjarfélögum, nú síðast hjá bæjarstjóranum í Garði, Ásmundi Friðrikssyni. Þótt flestir virðist nú loks hafa áttað sig á að það er ekki við stjórnvöld að sakast í þessum efnum heldur er vandinn fyrst og fremst skortur á fjármagni og erfiðleikar við orkuöflun, þá situr bæjarstjórinn við sinn keip og er staðráðinn í að kenna umhverfisráðherra um að hindra framkvæmdir. Haft er eftir honum í Morgunblaðinu 31. ágúst að honum finnist að hraði þeirra mála sem fari í umhverfisráðuneytið sé mældur í jarðfræðilegum tíma þar sem 300 ár eru augnablik. Þessi ummæli endurspegla litla þekkingu bæjarstjórans á málinu sjálfu og opinberum réttarreglum sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri sem handhafar opinbers valds. Í ljósi þessara ummæla skal áréttað að allar skipulagsáætlanir sem umhverfisráðherra hefur fengið til staðfestingar og lúta að uppbyggingu fyrirhugaðs álvers í Helguvík hafa verið afgreidd að einu undanskildu. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hverahlíðarvirkjunar og Bitruvirkjunar. Eins og greint var frá í nýlegri fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins er afgreiðsla þess skipulags í eðlilegum farvegi í ráðuneytinu. Ummæli bæjarstjórans hljóta í þessu tilliti að teljast léttvæg. Hitt er alvarlegra að ummælin endurspegla litla virðingu fyrir vandaðri stjórnsýslu og réttindum almennings. Stjórnsýsla til fyrirmyndarMarkmið skipulags- og byggingarlaga er m.a. að tryggja að réttaröryggi einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borið og að mannvirkjagerð fái faglegan undirbúning. Hvorki umhverfisráðherra né stofnunum umhverfisráðuneytisins er leyfilegt að leggja þessi markmið laganna til hliðar til að flýta fyrir afgreiðslu mála. Réttaröryggi borgaranna í samskiptum sínum við stjórnvöld er líka tryggt með stjórnsýslulögum. Í þeim felst m.a. að áður en stjórnvald tekur ákvörðun er því skylt að kalla eftir gögnum sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun. Þessar leikreglur eru settar stjórnvöldum til aðhalds. Það væri beinlínis brot á lögum að víkja þessum leikreglum til hliðar til að hraða málum í gegnum stjórnkerfið vegna þess að pólitískur vilji stæði til þess eða að um það hafi verið samið. Ef það er vilji til að slaka á aðhaldi við meðferð opinbers valds þá er það ekki í hlutverki framkvæmdavaldsins, þ.e. ráðherra, að breyta því. Það er Alþingis að setja þær leikreglur sem framkvæmdavaldinu er ætlað að starfa samkvæmt. Upplýstur grundvöllur ákvarðanaUmhverfisráðherra hefur m.a. það hlutverk samkvæmt lögum að staðfesta skipulag sveitarfélaga. Það hlutverk tek ég alvarlega, enda fela lögin í sér skyldu umhverfisráðherra til að hafa eftirlit með því að rétt sé að verki staðið við gerð slíks skipulags. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna varpar mikilvægu ljósi á þessa skyldu og ábyrgð ráðherra. Niðurstaða nefndarinnar var m.a. sú að stjórnvöld hafi tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess að afla sér nægilegra upplýsinga um mögulegar afleiðingar þeirra. Allir handhafar opinbers valds eiga að draga lærdóm af skýrslunni, það hef ég gert og vonandi mun bæjarstjórinn í Garði gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Í það rúma ár sem ég hef gegnt embætti umhverfisráðherra hafa talsmenn álvers í Helguvík haldið uppi áróðri um að atvinnuleysi Suðurnesjamanna sé að miklu leyti á ábyrgð umhverfisráðherra. Sá áróður hefur litlu skilað nema ef vera skyldi að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins hafi örlítið aukist síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Stóryrði hafa fallið jafnt hjá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem og fulltrúum sveitarstjórnarmeirihlutans í Reykjanesbæ og nærliggjandi bæjarfélögum, nú síðast hjá bæjarstjóranum í Garði, Ásmundi Friðrikssyni. Þótt flestir virðist nú loks hafa áttað sig á að það er ekki við stjórnvöld að sakast í þessum efnum heldur er vandinn fyrst og fremst skortur á fjármagni og erfiðleikar við orkuöflun, þá situr bæjarstjórinn við sinn keip og er staðráðinn í að kenna umhverfisráðherra um að hindra framkvæmdir. Haft er eftir honum í Morgunblaðinu 31. ágúst að honum finnist að hraði þeirra mála sem fari í umhverfisráðuneytið sé mældur í jarðfræðilegum tíma þar sem 300 ár eru augnablik. Þessi ummæli endurspegla litla þekkingu bæjarstjórans á málinu sjálfu og opinberum réttarreglum sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri sem handhafar opinbers valds. Í ljósi þessara ummæla skal áréttað að allar skipulagsáætlanir sem umhverfisráðherra hefur fengið til staðfestingar og lúta að uppbyggingu fyrirhugaðs álvers í Helguvík hafa verið afgreidd að einu undanskildu. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hverahlíðarvirkjunar og Bitruvirkjunar. Eins og greint var frá í nýlegri fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins er afgreiðsla þess skipulags í eðlilegum farvegi í ráðuneytinu. Ummæli bæjarstjórans hljóta í þessu tilliti að teljast léttvæg. Hitt er alvarlegra að ummælin endurspegla litla virðingu fyrir vandaðri stjórnsýslu og réttindum almennings. Stjórnsýsla til fyrirmyndarMarkmið skipulags- og byggingarlaga er m.a. að tryggja að réttaröryggi einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borið og að mannvirkjagerð fái faglegan undirbúning. Hvorki umhverfisráðherra né stofnunum umhverfisráðuneytisins er leyfilegt að leggja þessi markmið laganna til hliðar til að flýta fyrir afgreiðslu mála. Réttaröryggi borgaranna í samskiptum sínum við stjórnvöld er líka tryggt með stjórnsýslulögum. Í þeim felst m.a. að áður en stjórnvald tekur ákvörðun er því skylt að kalla eftir gögnum sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun. Þessar leikreglur eru settar stjórnvöldum til aðhalds. Það væri beinlínis brot á lögum að víkja þessum leikreglum til hliðar til að hraða málum í gegnum stjórnkerfið vegna þess að pólitískur vilji stæði til þess eða að um það hafi verið samið. Ef það er vilji til að slaka á aðhaldi við meðferð opinbers valds þá er það ekki í hlutverki framkvæmdavaldsins, þ.e. ráðherra, að breyta því. Það er Alþingis að setja þær leikreglur sem framkvæmdavaldinu er ætlað að starfa samkvæmt. Upplýstur grundvöllur ákvarðanaUmhverfisráðherra hefur m.a. það hlutverk samkvæmt lögum að staðfesta skipulag sveitarfélaga. Það hlutverk tek ég alvarlega, enda fela lögin í sér skyldu umhverfisráðherra til að hafa eftirlit með því að rétt sé að verki staðið við gerð slíks skipulags. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna varpar mikilvægu ljósi á þessa skyldu og ábyrgð ráðherra. Niðurstaða nefndarinnar var m.a. sú að stjórnvöld hafi tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess að afla sér nægilegra upplýsinga um mögulegar afleiðingar þeirra. Allir handhafar opinbers valds eiga að draga lærdóm af skýrslunni, það hef ég gert og vonandi mun bæjarstjórinn í Garði gera slíkt hið sama.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar