Inngrip hefðu getað kostað málaferli 13. apríl 2010 06:00 Geir H. Haarde Fyrrverandi forsætisráðherra telur að ekki hafi verið hægt að bjarga bönkunum árið 2008. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir skýrsluna sýna að vöxtur bankanna hafi valdið hruninu. Ekki hafi verið hægt að bjarga þeim árið 2008. „Það blasir við sem við höfum sagt að það er fyrst og fremst framferði bankanna sem verður þess valdandi að þeir fara á hausinn. Með öðrum orðum er það ekki stjórnsýslunni að kenna að svo fór. Vafalaust mátti margt betur fara en það er ekki þannig að ágallar á henni hafi orðið til þess að svo fór sem fór. Eða þá að ég hafi ekki talað nægilega mikið við viðskiptaráðherrann. Það er ekki ástæðan fyrir hruninu. Það sem við í raun og veru vorum að reyna að gera á árinu 2008 er nú komið í ljós að var ómöguleiki. Það var ekki hægt að bjarga bönkunum þegar þarna var komið sögu. Það vissum við auðvitað ekki þá en við gerðum það sem við gátum þó auðvitað megi segja: þið hefðuð átt að gera meira og þið áttuð að gera það fyrr." Geir gerði grein fyrir sínum sjónarmiðum í löngu bréfi til rannsóknarnefndarinnar. Hann segir að tekið hafi verið mark á sumu en ekki öllu. „Þetta eru vissulega mikil matsatriði og þegar menn koma núna og segja: þið gerðuð ekki réttu hlutina 2008, geta þeir ekki sagt okkur hvað hefði verið rétt að gera. Og eru nú liðin eitt og hálft til tvö ár. Það voru því miður ekki augljósar ráðstafanir sem hægt var að grípa til en nefndin leggur mér til vanrækslu nokkur atriði og ég svaraði þeim öllum í bréfinu. Ég gat ekki tekið undir þau þá og geri ekki núna en með þeim orðum er ég samt ekki að víkja mér undan þeirri ábyrgð sem á mér hvílir." En bankarnir fengu að vaxa. Áttuð þið ekki að stöðva þann vöxt? „Þeir fengu að vaxa, það er undirrótin að þessu, en þeir uxu á grundvelli Evrópusambandsreglna. Það er mjög hætt við því ef við hefðum ætlað að grípa inn í og banna þeim að stækka, til dæmis með lögum, að þá hefði verið farið í málaferli við íslenska ríkið. Í skýrslu Seðlabankans frá því í maí 2008 er talað um að hvergi á EES-svæðinu séu hugmyndir um að setja einhver sérstök stærðarmörk á bankana. Auðvitað voru þeir orðnir alltof stórir en það eru ákveðnar ástæður fyrir því. Það eru þessar Evrópureglur og það er ástandið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem gerði þeim kleift að fá svona mikið að láni á lágum vöxtum. Hiklaust má halda því fram að það hefði verið skynsamlegt að stoppa þetta af, til dæmis á árinu 2006 eða fyrr en það sá þetta enginn fyrir. Og við vitum líka hvernig andrúmsloftið í þjóðfélaginu gagnvart bönkunum var á þessum tíma. Það voru allir yfir sig hrifnir og ánægðir með þau háu laun sem bankarnir borguðu, þessa miklu skatta og hvað þeim virtist vegna vel, til dæmis í útlöndum." Var ríkisstjórnin undir ægivaldi Davíðs Oddssonar í Glitnismálinu? „Þegar þarna var komið var þegar komið í óefni. Glitnir hafði leitað til Seðlabankans og Seðlabankinn kom með tillögu sem ríkisstjórnin féllst á. Síðan hafa menn deilt um hvort hún hafi verið rétt eða röng en það var að mínum dómi ekki um neitt annað að ræða þá. Og við höfðum ekki forsendur til að vefengja þessa tillögu. Ég tel ennþá að þetta hafi verið það eina sem við gátum gert" Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir margt í efnahagsstjórninni, til dæmis breytingar á útlánareglum Íbúðalánasjóðs. Þær eru sagðar hafa verið til skaða og þú ert sagður hafa séð þann skaða fyrir en metið hann ásættanlegan svo ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks héldi völdum. „Þetta er ekki rétt útlegging. Það sem ég segi í skýrslunni er að þessi ákvörðun hafi verið mistök í ljósi þess sem síðar gerðist og var ekki partur af þessari ákvörðun, Það er að segja þegar bankarnir ruddust inn á íbúðalánamarkaðinn með miklum hávaða og byrjuðu að keppa og dæla inn erlendu lánsfé á þennan markað. Ég óttaðist, og það er það sem ég segi í þessari skýrslu, að það gæti verið varhugavert að auka útlánamöguleika Íbúðalánasjóðs en það var samt ákveðið að gera það af ýmsum ástæðum. Þetta var mikið áherslumál hjá Framsóknarflokknum en auðvitað vissi Framsóknarflokkurinn ekki frekar en við hvernig bankarnir myndu bregðast við og það var auðvitað mjög alvarlegt og hafði mjög óheppileg áhrif. Við þetta vil ég bæta að margt sem snertir þjóðarhag er gagnrýnivert og hefði betur mátt fara en þau atriði eru ekki ástæða fyrir hruninu. " Hvernig horfir við þér að þurfa hugsanlega að verja þig fyrir landsdómi? „Komi til þess mun ég bara gera það. Alþingi fer með ákæruvaldið í þessu máli og verður þá að koma sér saman um ákæru með einhverjum ákæruliðum og ef það verður niðurstaðan þá tek ég því auðvitað. Ég reyni ekki að víkja mér undan því frekar en annarri ábyrgð sem á mér hvílir í þessu en ég legg áherslu á að þessi þingnefnd fái starfsfrið til að meta þetta og svo kemur einhver niðurstaða úr því." bjorn@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir skýrsluna sýna að vöxtur bankanna hafi valdið hruninu. Ekki hafi verið hægt að bjarga þeim árið 2008. „Það blasir við sem við höfum sagt að það er fyrst og fremst framferði bankanna sem verður þess valdandi að þeir fara á hausinn. Með öðrum orðum er það ekki stjórnsýslunni að kenna að svo fór. Vafalaust mátti margt betur fara en það er ekki þannig að ágallar á henni hafi orðið til þess að svo fór sem fór. Eða þá að ég hafi ekki talað nægilega mikið við viðskiptaráðherrann. Það er ekki ástæðan fyrir hruninu. Það sem við í raun og veru vorum að reyna að gera á árinu 2008 er nú komið í ljós að var ómöguleiki. Það var ekki hægt að bjarga bönkunum þegar þarna var komið sögu. Það vissum við auðvitað ekki þá en við gerðum það sem við gátum þó auðvitað megi segja: þið hefðuð átt að gera meira og þið áttuð að gera það fyrr." Geir gerði grein fyrir sínum sjónarmiðum í löngu bréfi til rannsóknarnefndarinnar. Hann segir að tekið hafi verið mark á sumu en ekki öllu. „Þetta eru vissulega mikil matsatriði og þegar menn koma núna og segja: þið gerðuð ekki réttu hlutina 2008, geta þeir ekki sagt okkur hvað hefði verið rétt að gera. Og eru nú liðin eitt og hálft til tvö ár. Það voru því miður ekki augljósar ráðstafanir sem hægt var að grípa til en nefndin leggur mér til vanrækslu nokkur atriði og ég svaraði þeim öllum í bréfinu. Ég gat ekki tekið undir þau þá og geri ekki núna en með þeim orðum er ég samt ekki að víkja mér undan þeirri ábyrgð sem á mér hvílir." En bankarnir fengu að vaxa. Áttuð þið ekki að stöðva þann vöxt? „Þeir fengu að vaxa, það er undirrótin að þessu, en þeir uxu á grundvelli Evrópusambandsreglna. Það er mjög hætt við því ef við hefðum ætlað að grípa inn í og banna þeim að stækka, til dæmis með lögum, að þá hefði verið farið í málaferli við íslenska ríkið. Í skýrslu Seðlabankans frá því í maí 2008 er talað um að hvergi á EES-svæðinu séu hugmyndir um að setja einhver sérstök stærðarmörk á bankana. Auðvitað voru þeir orðnir alltof stórir en það eru ákveðnar ástæður fyrir því. Það eru þessar Evrópureglur og það er ástandið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem gerði þeim kleift að fá svona mikið að láni á lágum vöxtum. Hiklaust má halda því fram að það hefði verið skynsamlegt að stoppa þetta af, til dæmis á árinu 2006 eða fyrr en það sá þetta enginn fyrir. Og við vitum líka hvernig andrúmsloftið í þjóðfélaginu gagnvart bönkunum var á þessum tíma. Það voru allir yfir sig hrifnir og ánægðir með þau háu laun sem bankarnir borguðu, þessa miklu skatta og hvað þeim virtist vegna vel, til dæmis í útlöndum." Var ríkisstjórnin undir ægivaldi Davíðs Oddssonar í Glitnismálinu? „Þegar þarna var komið var þegar komið í óefni. Glitnir hafði leitað til Seðlabankans og Seðlabankinn kom með tillögu sem ríkisstjórnin féllst á. Síðan hafa menn deilt um hvort hún hafi verið rétt eða röng en það var að mínum dómi ekki um neitt annað að ræða þá. Og við höfðum ekki forsendur til að vefengja þessa tillögu. Ég tel ennþá að þetta hafi verið það eina sem við gátum gert" Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir margt í efnahagsstjórninni, til dæmis breytingar á útlánareglum Íbúðalánasjóðs. Þær eru sagðar hafa verið til skaða og þú ert sagður hafa séð þann skaða fyrir en metið hann ásættanlegan svo ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks héldi völdum. „Þetta er ekki rétt útlegging. Það sem ég segi í skýrslunni er að þessi ákvörðun hafi verið mistök í ljósi þess sem síðar gerðist og var ekki partur af þessari ákvörðun, Það er að segja þegar bankarnir ruddust inn á íbúðalánamarkaðinn með miklum hávaða og byrjuðu að keppa og dæla inn erlendu lánsfé á þennan markað. Ég óttaðist, og það er það sem ég segi í þessari skýrslu, að það gæti verið varhugavert að auka útlánamöguleika Íbúðalánasjóðs en það var samt ákveðið að gera það af ýmsum ástæðum. Þetta var mikið áherslumál hjá Framsóknarflokknum en auðvitað vissi Framsóknarflokkurinn ekki frekar en við hvernig bankarnir myndu bregðast við og það var auðvitað mjög alvarlegt og hafði mjög óheppileg áhrif. Við þetta vil ég bæta að margt sem snertir þjóðarhag er gagnrýnivert og hefði betur mátt fara en þau atriði eru ekki ástæða fyrir hruninu. " Hvernig horfir við þér að þurfa hugsanlega að verja þig fyrir landsdómi? „Komi til þess mun ég bara gera það. Alþingi fer með ákæruvaldið í þessu máli og verður þá að koma sér saman um ákæru með einhverjum ákæruliðum og ef það verður niðurstaðan þá tek ég því auðvitað. Ég reyni ekki að víkja mér undan því frekar en annarri ábyrgð sem á mér hvílir í þessu en ég legg áherslu á að þessi þingnefnd fái starfsfrið til að meta þetta og svo kemur einhver niðurstaða úr því." bjorn@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira