Íþróttir geta verið sársaukafullar 15. nóvember 2010 09:07 Fernando Alonso hjá Ferrari varð að sjá á eftir meistara möguleikanum í gær. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að lið sitt hafi gert mistök sem kostuðu Fernando Alonso möguleikann á meistaratitli ökumanna í gær í lokamótinu í Abu Dhabi. Alonso þurfti að lenda í fjórða sæti fyrir aftan Sebastian Vettel sem vann mótið vegna stöðunnar í stigamótinu. Það hefði dugað Alonso til að næla í titilinn, en hann varð sjöundi, eftir að Ferrari útfærði keppnisáætlun á rangan hátt. "Þetta voru mistök og eftir á séð er það ljóst. En við ætlum ekki að draga einn eða neinn til ábyrgðar. Þetta var ákvörðun liðsins og við stöndum saman sem lið þegar vel eða illa gengur", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Ferrari liðið ákvað að kalla Alonso í þjónustuhlé, eftir að Mark Webber hafði tekið hlé til að fylgja honum að málum þar sem hann var fimmti í mótinu, en Alonso fjórði. Hinsvegar láðist liðinu að spá í að kappar utan titilslagsins gætu staðið sig vel og það varð rauninn. Alonso festist fyrir aftan Vitaly Petrov hjá Renault og Nico Rosberg á Mercedes og það varð fallvaldur hans í mótinu. Á meðan vann Sebastian Vettel og hirti titilinn. "Við ákváðum að skipta um dekk þar sem dekkin höfðu slitnað ótæpilega á föstudagsæfingum og svo ætluðum við að komast framúr hægfara bílum. En við gerðum mistök með áætlunina. En við berum höfuðið hátt eftir að tímabilið gekk ekki sem skyldi þar til undir lokin." "Íþróttir geta verið sársaukafullar. Ég fann til með Vettel þegar hann féll úr leik í Suður Kóreu vegna vélarbilunnar, þá í forystu. Það er einfalt að segja að við höfum tapað titlinum í lokamótinu, en það er ekki rétt. Red Bull voru bara sterkari og Ferrari gerði góða hluti ár árinu og við erum stoltir af því", sagði Domenicali. Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að lið sitt hafi gert mistök sem kostuðu Fernando Alonso möguleikann á meistaratitli ökumanna í gær í lokamótinu í Abu Dhabi. Alonso þurfti að lenda í fjórða sæti fyrir aftan Sebastian Vettel sem vann mótið vegna stöðunnar í stigamótinu. Það hefði dugað Alonso til að næla í titilinn, en hann varð sjöundi, eftir að Ferrari útfærði keppnisáætlun á rangan hátt. "Þetta voru mistök og eftir á séð er það ljóst. En við ætlum ekki að draga einn eða neinn til ábyrgðar. Þetta var ákvörðun liðsins og við stöndum saman sem lið þegar vel eða illa gengur", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Ferrari liðið ákvað að kalla Alonso í þjónustuhlé, eftir að Mark Webber hafði tekið hlé til að fylgja honum að málum þar sem hann var fimmti í mótinu, en Alonso fjórði. Hinsvegar láðist liðinu að spá í að kappar utan titilslagsins gætu staðið sig vel og það varð rauninn. Alonso festist fyrir aftan Vitaly Petrov hjá Renault og Nico Rosberg á Mercedes og það varð fallvaldur hans í mótinu. Á meðan vann Sebastian Vettel og hirti titilinn. "Við ákváðum að skipta um dekk þar sem dekkin höfðu slitnað ótæpilega á föstudagsæfingum og svo ætluðum við að komast framúr hægfara bílum. En við gerðum mistök með áætlunina. En við berum höfuðið hátt eftir að tímabilið gekk ekki sem skyldi þar til undir lokin." "Íþróttir geta verið sársaukafullar. Ég fann til með Vettel þegar hann féll úr leik í Suður Kóreu vegna vélarbilunnar, þá í forystu. Það er einfalt að segja að við höfum tapað titlinum í lokamótinu, en það er ekki rétt. Red Bull voru bara sterkari og Ferrari gerði góða hluti ár árinu og við erum stoltir af því", sagði Domenicali.
Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira