Meirihluti framlaga úr sjávarútveginum 31. mars 2010 05:00 Átta af tíu stærstu kvótaeigendum landsins styrktu Sjálfstæðisflokkinn árið 2008. Tíu af fimmtán stjórnarmönnum í LÍÚ eru þar í forsvari fyrir fyrirtæki sem styrktu flokkinn sama ár. fréttablaðið/stefán Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. Flokkurinn fékk það árið 8.640.000 krónur frá 39 fyrirtækjum, samkvæmt ársreikningi flokksins. Af þessu eru 4.580.000 krónur frá sautján útgerðarfyrirtækjum, eða 53 prósent. Minnst fimmtán fyrirtækjanna eru með aflaheimildir. Hér eru einungis talin framlög útgerðarfyrirtækja, en ekki annarra sjávarútvegsfyrirtækja, til að mynda fullvinnslu- og sölufyrirtæki, eins og Icelandic Group. Átta af tíu helstu handhöfum aflaheimilda á landinu árið 2009, samkvæmt lista Fiskistofu, styrktu flokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þennan stuðning sjávarútvegsfyrirtækja endurspegla samhljóm milli stefnu flokksins og atvinnurekenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð átt mikla samleið með atvinnurekendum í þessu landi. Það kemur mér því ekki á óvart að undirstöðuatvinnugreinin styðji við flokkinn,“ segir hann. Spurður hvort svo afgerandi stuðningur frá einni atvinnugrein geti hugsanlega haft áhrif á stefnumál flokksins, minnir Bjarni á lög um fjármál stjórnmálasamtaka frá 2007: „Þegar horft er til þess hve mikið framlögin voru þá takmörkuð [hámark 300.000 króna framlag frá hverju fyrirtæki] finnst mér ekki minnsta ástæða til að ætla að það sé einhver slík tenging til staðar.“ Bjarni segist aðspurður ekki þekkja hvert hlutfall framlaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum af heildarframlögum til flokksins var áður en lögin voru sett. Þess má geta að fyrrgreind sautján sjávarútvegsfyrirtæki eru áhrifamikil innan LÍÚ, Landssambands íslenskra útvegsmanna. Tíu fyrirtækjanna eiga fulltrúa í fimmtán manna stjórn Landssambandsins. klemens@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. Flokkurinn fékk það árið 8.640.000 krónur frá 39 fyrirtækjum, samkvæmt ársreikningi flokksins. Af þessu eru 4.580.000 krónur frá sautján útgerðarfyrirtækjum, eða 53 prósent. Minnst fimmtán fyrirtækjanna eru með aflaheimildir. Hér eru einungis talin framlög útgerðarfyrirtækja, en ekki annarra sjávarútvegsfyrirtækja, til að mynda fullvinnslu- og sölufyrirtæki, eins og Icelandic Group. Átta af tíu helstu handhöfum aflaheimilda á landinu árið 2009, samkvæmt lista Fiskistofu, styrktu flokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þennan stuðning sjávarútvegsfyrirtækja endurspegla samhljóm milli stefnu flokksins og atvinnurekenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð átt mikla samleið með atvinnurekendum í þessu landi. Það kemur mér því ekki á óvart að undirstöðuatvinnugreinin styðji við flokkinn,“ segir hann. Spurður hvort svo afgerandi stuðningur frá einni atvinnugrein geti hugsanlega haft áhrif á stefnumál flokksins, minnir Bjarni á lög um fjármál stjórnmálasamtaka frá 2007: „Þegar horft er til þess hve mikið framlögin voru þá takmörkuð [hámark 300.000 króna framlag frá hverju fyrirtæki] finnst mér ekki minnsta ástæða til að ætla að það sé einhver slík tenging til staðar.“ Bjarni segist aðspurður ekki þekkja hvert hlutfall framlaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum af heildarframlögum til flokksins var áður en lögin voru sett. Þess má geta að fyrrgreind sautján sjávarútvegsfyrirtæki eru áhrifamikil innan LÍÚ, Landssambands íslenskra útvegsmanna. Tíu fyrirtækjanna eiga fulltrúa í fimmtán manna stjórn Landssambandsins. klemens@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira