Colin Firth stamaði eftir Ræðuna 16. desember 2010 13:00 Colin Firth stamaði í tvo mánuði eftir að tökum á The King‘s Speech lauk. Tökuliðið var farið að stama meðan á upptökum stóð. Breski gæðaleikarinn Colin Firth hefur viðurkennt af hafa lifað sig það mikið inn í hlutverk sitt í kvikmyndinni The King‘s Speech að hann var farinn að stama. Firth leikur Georg VI. sem berst við stam en það háir honum óneitanlega í starfi enda kóngur yfir Bretlandi. „Ég stamaði í tvo mánuði og geri jafnvel enn,“ segir Firth þegar hann ræddi við fjölmiðla í tengslum við kvikmyndahátíðina í Dubaí. „Þetta er eins og með tónlist eða íþróttir, þetta byggist allt á innrætingu. Og þegar þú ruglar svona mikið í talfærunum og lætur það standa yfir í svo langan tíma þá er ekkert skrýtið að það skuli fylgja þér í einhverja stund á eftir.“ Colin var þó ekki sá eini sem fór að stama því allt tökuliðið fór að stama á meðan á tökum stóð. „Þetta reyndist vera ótrúlega smitandi og það var ákaflega kómískt að heyra leikstjórann Tom Hooper stama þegar hann gaf frá sér einfaldar skipanir. Fólk var hætt að skilja hvort annað,“ segir Firth. Leikarinn hefur fengið frábæra dóma fyrir túlkun sína á hinum stamandi kóngi og er meðal annars tilnefndur til Golden Globe verðlauna en þau þykja gefa sterka vísbendingu fyrir Óskarsverðlaunin, frægustu kvikmyndaverðlaun heims. Myndin sjálf hefur einnig fengið einstaklega góðar viðtökur, hún leiðir kapphlaupið í Golden Globe tilnefningunum og er meðal annars tilnefnd í flokkunum besta myndin og besti leikstjórinn. Golden Globes Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Breski gæðaleikarinn Colin Firth hefur viðurkennt af hafa lifað sig það mikið inn í hlutverk sitt í kvikmyndinni The King‘s Speech að hann var farinn að stama. Firth leikur Georg VI. sem berst við stam en það háir honum óneitanlega í starfi enda kóngur yfir Bretlandi. „Ég stamaði í tvo mánuði og geri jafnvel enn,“ segir Firth þegar hann ræddi við fjölmiðla í tengslum við kvikmyndahátíðina í Dubaí. „Þetta er eins og með tónlist eða íþróttir, þetta byggist allt á innrætingu. Og þegar þú ruglar svona mikið í talfærunum og lætur það standa yfir í svo langan tíma þá er ekkert skrýtið að það skuli fylgja þér í einhverja stund á eftir.“ Colin var þó ekki sá eini sem fór að stama því allt tökuliðið fór að stama á meðan á tökum stóð. „Þetta reyndist vera ótrúlega smitandi og það var ákaflega kómískt að heyra leikstjórann Tom Hooper stama þegar hann gaf frá sér einfaldar skipanir. Fólk var hætt að skilja hvort annað,“ segir Firth. Leikarinn hefur fengið frábæra dóma fyrir túlkun sína á hinum stamandi kóngi og er meðal annars tilnefndur til Golden Globe verðlauna en þau þykja gefa sterka vísbendingu fyrir Óskarsverðlaunin, frægustu kvikmyndaverðlaun heims. Myndin sjálf hefur einnig fengið einstaklega góðar viðtökur, hún leiðir kapphlaupið í Golden Globe tilnefningunum og er meðal annars tilnefnd í flokkunum besta myndin og besti leikstjórinn.
Golden Globes Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“