Dýrasti skilnaður sögunnar í uppsiglingu 8. apríl 2010 14:38 Dýrasti skilnaður sögunnar er nú í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Hjónin sem hér um ræðir eru ekki bara að slást um þennan hefðbundna fjölda af húsum, snekkjum, einkaþotum og nær daglegan aðgang að hárgreiðslumeistara sínum. Örlög ástsælasta íþróttaliðs Bandaríkjanna ráðast einnig í þessum skilnaði.Hjónin sem hér um ræðir eru Frank og Jamie McCourt og íþróttaliðið er hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers, eitt það árangursríkasta í Bandaríkjunum þegar tekjur af slíkri starfsemi eru metnar.Eiginkonan Jamie var forstjóri liðsins þar til eignmaðurinn Frank rak hana úr starfinu í fyrra. Í skilnaðarmálinu gerir Jaime kröfu um að fá starfið aftur og staðhæfir að hún eigi enn helming liðsins. Þar að auki krefst hún þess að fá aftur bílastæðið sitt við Dodger leikvanginn.Í umfjöllun um málið í Daily Mail segir að fyrir utan framangreint fari Jaime fram á milljón dollara á mánuði í framfærslukostnað, 9 milljónir dollara til að borga skilnaðarlögmönnum sínum, ótæmandi ferðalagasjóð og öryggisvakt allan sólarhringinn.Frank McCourt hefur hafnað þessum kröfum þar sem hann segist aðeins vinna sér um um 5 milljónir dollara á ári þessa dagana vegna kreppunnar. Frank hefur boðið fyrrum eiginkonu sinni 150.000 dollara á mánuði í framfærslukostnað, eða rúmlega 19 milljónir kr. Ef hún þurfi eitthvað meira hefur Frank bent henni á að selja eignir.Eignir þeirra hjóna eftir 30 ára hjónaband eru talsverðar eða um 1,2 milljarðar dollara. Stærsta eignin er Los Angeles Dodgers en liðið er metið á 800 milljónir dollara. Í eignasafninu eru einnig sex vegleg heimili víða um Bandaríkin, lystisnekkja og einkaþota svo eitthvað sé nefnt.Ástæða skilnaðarins er hefðbundin, þau ásaka hvort annað um framhjáhald. Málið er rekið fyrir dómstól í Kaliforníu. Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dýrasti skilnaður sögunnar er nú í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Hjónin sem hér um ræðir eru ekki bara að slást um þennan hefðbundna fjölda af húsum, snekkjum, einkaþotum og nær daglegan aðgang að hárgreiðslumeistara sínum. Örlög ástsælasta íþróttaliðs Bandaríkjanna ráðast einnig í þessum skilnaði.Hjónin sem hér um ræðir eru Frank og Jamie McCourt og íþróttaliðið er hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers, eitt það árangursríkasta í Bandaríkjunum þegar tekjur af slíkri starfsemi eru metnar.Eiginkonan Jamie var forstjóri liðsins þar til eignmaðurinn Frank rak hana úr starfinu í fyrra. Í skilnaðarmálinu gerir Jaime kröfu um að fá starfið aftur og staðhæfir að hún eigi enn helming liðsins. Þar að auki krefst hún þess að fá aftur bílastæðið sitt við Dodger leikvanginn.Í umfjöllun um málið í Daily Mail segir að fyrir utan framangreint fari Jaime fram á milljón dollara á mánuði í framfærslukostnað, 9 milljónir dollara til að borga skilnaðarlögmönnum sínum, ótæmandi ferðalagasjóð og öryggisvakt allan sólarhringinn.Frank McCourt hefur hafnað þessum kröfum þar sem hann segist aðeins vinna sér um um 5 milljónir dollara á ári þessa dagana vegna kreppunnar. Frank hefur boðið fyrrum eiginkonu sinni 150.000 dollara á mánuði í framfærslukostnað, eða rúmlega 19 milljónir kr. Ef hún þurfi eitthvað meira hefur Frank bent henni á að selja eignir.Eignir þeirra hjóna eftir 30 ára hjónaband eru talsverðar eða um 1,2 milljarðar dollara. Stærsta eignin er Los Angeles Dodgers en liðið er metið á 800 milljónir dollara. Í eignasafninu eru einnig sex vegleg heimili víða um Bandaríkin, lystisnekkja og einkaþota svo eitthvað sé nefnt.Ástæða skilnaðarins er hefðbundin, þau ásaka hvort annað um framhjáhald. Málið er rekið fyrir dómstól í Kaliforníu.
Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira