Alonso: Þolgæði mikilvægri en sigur 11. september 2010 17:59 Felipe Massa, Fernando Alonso og Jenson Button voru með bestu tímanna í dag á Monza og Alonso ræsir fremstur af stað. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando á Ferrari náði besta tíma í tímatökum í dag, en Ferrari hafði ekki náð besta tíma í tímatökum síðan í Brasilíu árið 2008. Ekið var á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari. "Þetta kom á óvart. Þegar ég stöðvaði bílinn og mér var sagt að við hefðum haldið fyrsta sætinu, þá bjóst ég við að einhver myndi slá tíma minn út eins og hefur oft gerst á árinu. En við náðum besta tíma og það kom nokkuð á óvart. Það er frábært að ná besta tíma fyrir Ferrari á Ítalíu", sagði Alonso á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Alonso náði besta tímanum í fyrri hluta tímatökunnar sem er líka fremur óvenjulegt, ekki á seinasta sprettinum um brautina. "Fyrsta tilraun mín var til að ná öruggum tíma, en í seinni tilraun tökum við meiri sjénsa. Stundum gengur venjuelgur hringur betur, en sá sem tekinn er áhætta í. Það er erfitt að stýra bílunum gegnum krappar beygjurnar og auðvelt að ofkeyra bílinn, þannig að fyrsta tilraunin var yfirvegaðari og virkaði betur." Alonso er í titilslag við fimm ökumenn og neðstur þeirra að stigum. Lewis Hamilton er efstur með 182 stig, þá Mark Webber með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Button 141. "Ég tel að við þurfum að ná á verðlaunapall á morgun til að vera með í slagnum. Það er ekki þung pressa á sigur á morgun eða í næstu mótum, en við höfum ekki efni á vandræðum með bílinn og slök úrslit. Þolgæði eru mikilvæg og lágmark að komast á verðlaunapall. Það væri frábært að vinna mótið, en fyrst og fremst þurfum við þolgæði sem hefur skort á árinu. Þess vegna höfum við ekki verið að berjast á toppnum. En við eigum góða möguleika á morgun og sjáum hvað keppinautar okkar gera", sagði Alonso. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá. Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Fernando á Ferrari náði besta tíma í tímatökum í dag, en Ferrari hafði ekki náð besta tíma í tímatökum síðan í Brasilíu árið 2008. Ekið var á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari. "Þetta kom á óvart. Þegar ég stöðvaði bílinn og mér var sagt að við hefðum haldið fyrsta sætinu, þá bjóst ég við að einhver myndi slá tíma minn út eins og hefur oft gerst á árinu. En við náðum besta tíma og það kom nokkuð á óvart. Það er frábært að ná besta tíma fyrir Ferrari á Ítalíu", sagði Alonso á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Alonso náði besta tímanum í fyrri hluta tímatökunnar sem er líka fremur óvenjulegt, ekki á seinasta sprettinum um brautina. "Fyrsta tilraun mín var til að ná öruggum tíma, en í seinni tilraun tökum við meiri sjénsa. Stundum gengur venjuelgur hringur betur, en sá sem tekinn er áhætta í. Það er erfitt að stýra bílunum gegnum krappar beygjurnar og auðvelt að ofkeyra bílinn, þannig að fyrsta tilraunin var yfirvegaðari og virkaði betur." Alonso er í titilslag við fimm ökumenn og neðstur þeirra að stigum. Lewis Hamilton er efstur með 182 stig, þá Mark Webber með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Button 141. "Ég tel að við þurfum að ná á verðlaunapall á morgun til að vera með í slagnum. Það er ekki þung pressa á sigur á morgun eða í næstu mótum, en við höfum ekki efni á vandræðum með bílinn og slök úrslit. Þolgæði eru mikilvæg og lágmark að komast á verðlaunapall. Það væri frábært að vinna mótið, en fyrst og fremst þurfum við þolgæði sem hefur skort á árinu. Þess vegna höfum við ekki verið að berjast á toppnum. En við eigum góða möguleika á morgun og sjáum hvað keppinautar okkar gera", sagði Alonso. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá.
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira