Arsene Wenger leitar að leikmanni til að fylla skarð Aaron Ramsey sem fótbrotnaði illa síðustu helgi. Hefur hann endurvakið áhuga sinn á brasilíska miðjumanninum Felipe Melo.
Arsenal reyndi að fá leikmanninn í fyrra en hann valdi að ganga til liðs við Juventus.
Honum hefur gengið illa á tímabilinu og fékk þann vafasama heiður að fá gullruslafötuna frægu en hana fær sá leikmaður á Ítalíu sem ollið hefur mestu vonbrigðum.
Reiknað er með að Ramsey verði frá í átta mánuði. „Við fylgdumst með honum eiga frábæran leik í landsleik gegn Ítalíu. Hann hefur hinsvegar ekki fundið sig hjá Juventus en við vitum að hann býr yfir miklum hæfileikum," segir Wenger.