AC Milan mátti sætta sig við tap fyrir Palermo á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í gær, 3-1.
AC Milan er í þriðja sæti deildairnnar með 64 stig en Palermo færðist upp í það fjórða með sigrinum. Liðið er nú með 58 stig - einu meira en Sampdoria sem á leik til góða.
Cesare Bovo og Abel Hernandez komu heimamönnum í 2-0 á fyrstu átján mínútum leiksins en Clarence Seedorf minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik.
Fabrizio Miccoli jók hins vegar muninn á ný með marki á 69. mínútu. Þar við sat.
AC Milan steinlá fyrir Palermo
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
