Við tryggjum ekki eftir á Össur Skarphéðinsson skrifar 11. október 2010 06:00 Ég hef sem utanríkisráðherra lagt mikla áherslu á að samtök þeirra, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta gagnvart samningnum um aðild að Evrópusambandinu, komi ríkulega að undirbúningi hans. Þeir sem best þekkja einstaka málaflokka eru líklegastir til að skilja best hagsmuni og möguleika sinna atvinnugreina. Þannig verður því samningurinn bestur fyrir alla. Fulltrúar einstakra atvinnugreina verða að taka þann möguleika inn í sína reikninga að aðild verði að lokum samþykkt. Þá er eins gott að samningurinn verði sem bestur fyrir hag þeirra umbjóðenda. Þessvegna ríður á fyrir hagsmuni einstakra samtaka, að við höfum sjálfstraust og innri styrk til að vinna saman til að gagnast Íslandi sem best. Það gildir um bændur jafnt sem aðra. Við tryggjum ekki eftir á. Fyrir einstakar atvinnugreinar er óráð að lifa í þeirri trú að samningarnir verði dregnir til baka, þeim frestað, eða hætt við þá. Það verður ekki gert. Fyrir því er hvorki meirihluti á Alþingi né meðal þjóðarinnar. Það myndi laska ímynd Íslands enn frekar og væri andstætt hagsmunum þjóðar sem er að leita að leiðum til að brjótast úr miklum erfiðleikum. Íslendingar standa á krossgötum. Ein leið okkar inn í betri framtíð gæti legið í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Við eigum þar kost á traustara og stöðugra efnahagsumhverfi sem mun stuðla að því að skapa þau 30 þúsund störf sem þurfa að verða til á næstu tíu árum til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Reynsla smáþjóða, þar á meðal Eista, Maltverja og Slóvaka, sýnir ljóslega að erlendar fjárfestingar aukast í kjölfarið. Við fengjum þar einnig kost á að taka upp nýja og miklu öflugri mynt, evruna, ef við viljum. Íslendingar eiga að fá að velja sjálfir hvort þeir kjósa að fara þessa leið þegar fullgerður samningur liggur á borðinu. Samningarnir um aðild eru nú komnir af stað eftir að ég hóf þá formlega fyrir Íslands hönd 27. júlí. Það væri ábyrgðarleysi gagnvart okkur sjálfum og umheiminum að hætta í miðri á. Þeir sem berjast fyrir því í krafti úreltrar kreddufælni gegn útlöndum eða vegna innri valdabaráttu í flokkum eru að vinna hagsmunum Íslands ógagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég hef sem utanríkisráðherra lagt mikla áherslu á að samtök þeirra, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta gagnvart samningnum um aðild að Evrópusambandinu, komi ríkulega að undirbúningi hans. Þeir sem best þekkja einstaka málaflokka eru líklegastir til að skilja best hagsmuni og möguleika sinna atvinnugreina. Þannig verður því samningurinn bestur fyrir alla. Fulltrúar einstakra atvinnugreina verða að taka þann möguleika inn í sína reikninga að aðild verði að lokum samþykkt. Þá er eins gott að samningurinn verði sem bestur fyrir hag þeirra umbjóðenda. Þessvegna ríður á fyrir hagsmuni einstakra samtaka, að við höfum sjálfstraust og innri styrk til að vinna saman til að gagnast Íslandi sem best. Það gildir um bændur jafnt sem aðra. Við tryggjum ekki eftir á. Fyrir einstakar atvinnugreinar er óráð að lifa í þeirri trú að samningarnir verði dregnir til baka, þeim frestað, eða hætt við þá. Það verður ekki gert. Fyrir því er hvorki meirihluti á Alþingi né meðal þjóðarinnar. Það myndi laska ímynd Íslands enn frekar og væri andstætt hagsmunum þjóðar sem er að leita að leiðum til að brjótast úr miklum erfiðleikum. Íslendingar standa á krossgötum. Ein leið okkar inn í betri framtíð gæti legið í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Við eigum þar kost á traustara og stöðugra efnahagsumhverfi sem mun stuðla að því að skapa þau 30 þúsund störf sem þurfa að verða til á næstu tíu árum til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Reynsla smáþjóða, þar á meðal Eista, Maltverja og Slóvaka, sýnir ljóslega að erlendar fjárfestingar aukast í kjölfarið. Við fengjum þar einnig kost á að taka upp nýja og miklu öflugri mynt, evruna, ef við viljum. Íslendingar eiga að fá að velja sjálfir hvort þeir kjósa að fara þessa leið þegar fullgerður samningur liggur á borðinu. Samningarnir um aðild eru nú komnir af stað eftir að ég hóf þá formlega fyrir Íslands hönd 27. júlí. Það væri ábyrgðarleysi gagnvart okkur sjálfum og umheiminum að hætta í miðri á. Þeir sem berjast fyrir því í krafti úreltrar kreddufælni gegn útlöndum eða vegna innri valdabaráttu í flokkum eru að vinna hagsmunum Íslands ógagn.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun