Roger Federer, besti tenniskappi heims, er kominn áfram á opna franska meistaramótinu í tennis. Rigning tafði leik í dag en Federer lét það ekkert á sig fá.
Federer lagði Alejandro Falla 7-6, 6-2 og 6-4 í þremur settum. Federer mætir Olivier Rochus eða Julian Reiste í þriðju umferðinni.
Andy Roddick er einnig kominn áfram líkt og þeir Andy Murray og Rafael Nadal.

