
Umræðan um öryggismál og Evrópuher
NATO náði sínum upphaflega tilgangi en hlutverkið breyttist eftir hrun Sovétríkjanna. Við tóku friðargæsla á Balkanskaga og hernaðaraðgerðir og friðargæsla í Afganistan. Nýir áhættuþættir höfðu tekið að steðja að aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins svo sem hryðjuverkastarfsemi, útbreiðsla kjarnavopna, ógnir við netöryggi eða framboð á orku. Undir þetta er tekið í Áhættumatsskýrslu fyrir Ísland frá 2009, sem unnin var af starfshóp á vegum utanríkisráðuneytisins og höfundur tók þátt í. Þar var fjallað um alþjóðlega áhættuþætti en þeirra á meðal er netöryggi. Evrópska lögreglusamvinnustofnunin, Europol, telur s.k. laumunet mestu ógnina sem vofir yfir netnotendum. Þá er hægt að beita netárásum gegn ríkjum eins og varð vegna deilu Eistlands og Rússlands 2007. Það segir sig sjálft að Íslandi er það lífshagsmunamál að vera að fullu þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi til að tryggja öryggi.
Ég tek undir það sem haft er eftir Selmu Erlu á heimasíðu Sterkara Ísland. Hún segist ekki skilja hvers vegna andstæðingar Evrópusambandsins og aðildar Íslands eyða öllu sínu púðri í hræðsluáróður um hernaðarbandalag sem á sér engar stoðir í veruleikanum. Við framkvæmd stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum hefur verið ráðist í mörg verkefni á sviði friðargæslu og friðaruppbyggingar stundum með 60.000 manna viðbragðssveit úr herjum félagsríkja. Verkefnin eru nú 14 talsins, víða um heim og einnig unnin af borgaralegu starfsliði til að annast löggæslu og dómarastörf. Ákveðin samlegð er með stefnu Íslands og aðgerðum ESB í borgaralegum verkefnum.
Þegar borgarastríðið í fyrrum Júgóslavíu hófst var spurt hvort þetta væri ekki evrópskt vandamál sem viðkomandi grannríki myndu leysa. Annað kom í ljós og þegar stöðva átti átökin í Kosovo þurfti til hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna og ráðandi stöðu þeirra í NATO. Ýmsum líkar sú staða ekki. Því hefur lengi verið rætt um hugmyndina um evrópskan varnarher, þ.e. fastan herstyrk frá aðildarríkjum ESB og undir stjórn þess. Ekki yrði um að ræða nýjar hersveitir heldur vel að merkja það að færa herstyrk, sem er hluti af liðsafla NATO og alltaf hefur lotið yfirstjórn bandarísks herforingja, undir evrópska herstjórn. Þeir sem þessu eru hlynntir telja m.a. að komi upp krísa í Austur- eða Mið-Evrópu geti Evrópuþjóðir sjálfar betur átt við málin. Á öndverðum meiði eru rök þeirra sem telja að Evrópuher leiði til þess að NATO og Bandaríkin hverfi í skuggann og þar með áhrif sem ómissandi eru, sérlega í samningum við Rússa. Bent hefur verið á fjölmörg vandamál við framkvæmdina, svo sem val og framleiðslu búnaðar, ákvarðanir sameiginlegrar aðgerðastefnu og um tungumál í samskiptum.
Hugsanleg stofnun Evrópuhers varðar Íslendinga, herlausa þjóð, ekki beint. Það er misskilningur að ætla að aðild að Evrópusambandinu leiði til þátttöku í Evrópuher, sem reyndar má draga mjög í efa að verði stofnaður. Ekki hefur grundvöllur fyrir Evrópuher skapast með Lissabon-sáttmálanum. Yfirlýsing ESB vegna aðildar Írlands tekur ótvírætt fram að hverju ríki er í sjálfsvald sett hvernig framlagi til sameiginlegra varna er hagað og að aðildarríki eru ekki skuldbundin til að taka þátt í hernaðarlegum aðgerðum á vegum bandalagsins. (Sjá skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, maí 2010, bls. 34, 60. Í vefsíðu Lisbon Referendum Commission á Írlandi segir m.a.: „The Treaty of Lisbon does not provide for the creation of a European army or any form of conscription“.)
Það var verst að „ungir bændur“ og síðan aðrir skyldu verða gripnir tilefnislausum áhyggjum um hervæðingu landsins ef Ísland gerðist aðili að ESB. Um skrif Morgunblaðsins þar um er best að fara sem fæstum orðum.
Skoðun

Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur
Eden Frost Kjartansbur skrifar

Þegar ríkið fer á sjóinn
Svanur Guðmundsson skrifar

Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar
Guðbjörg Pálsdóttir skrifar

Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk
Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga
Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar

Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Í lífshættu eftir ofbeldi
Jokka G Birnudóttir skrifar

Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra?
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni
Auður Kjartansdóttir skrifar

Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi
Ingvar Stefánsson skrifar

Raddir fanga
Helgi Gunnlaugsson skrifar

Kann Jón Steindór ekki að reikna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lífið sem var – á Gaza
Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar

Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Tilskipanafyllerí Trumps
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Öfgar á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Borg þarf breidd, land þarf lausnir
Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar

Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum
Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar

Rjúfum þögnina og tölum um dauðann
Ingrid Kuhlman skrifar

Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Verndum vörumerki í tónlist
Eiríkur Sigurðsson skrifar

Hann valdi sér nafnið Leó
Bjarni Karlsson skrifar

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar