Hamilton: Red Bull fáránlega fljótur 22. mars 2010 13:12 Lewis Hamilton náði fjórða sæti í fyrsta móti ársins. mynd: Getty Images Lewis Hamilton segir að keppnisbíll Red Bull liðsins sé fáránlega fljótur og því erfiður viðureignar. Hann sagði þetta í spjalli við breska blaðamenn. Sebastian Vettel og Mark Webber eru ökumenn Red Bull og Vettel var í forystuhlutverki í síðasta móti, þangað til að kerti á vélinni fór að láta illa og hann missti afl. "Red Bull bíllinn er fáránlega hraðskreiðari en aðrir bílar. Það er brjálæði. Niðurtogið sem þeir höfðu í fyrra var helmingi meira en við höfðum um tíma og líka undir lok ársins, þó við höfum unnið tvö mót." Fernando Alsonso virtist eiga eitthvað inni í mótinu í Barein og ætlaði að sækja að Vettel á lokasprettinum að eigin sögn. Hamilton segir að Ferrari sé nær Red Bull, um hálfri sekúndu en McLaren. "Við erum á svipuðum slóðum og Mercedes að mínu mati. Við gerðum aðeins betur í Barein, en það er okkar að vera fyrri til en Mercedes að færa okkur skör ofar", sagði Hamilton. Næsta mót er í Ástralíu um næstu helgi, á götum Melbourne. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton segir að keppnisbíll Red Bull liðsins sé fáránlega fljótur og því erfiður viðureignar. Hann sagði þetta í spjalli við breska blaðamenn. Sebastian Vettel og Mark Webber eru ökumenn Red Bull og Vettel var í forystuhlutverki í síðasta móti, þangað til að kerti á vélinni fór að láta illa og hann missti afl. "Red Bull bíllinn er fáránlega hraðskreiðari en aðrir bílar. Það er brjálæði. Niðurtogið sem þeir höfðu í fyrra var helmingi meira en við höfðum um tíma og líka undir lok ársins, þó við höfum unnið tvö mót." Fernando Alsonso virtist eiga eitthvað inni í mótinu í Barein og ætlaði að sækja að Vettel á lokasprettinum að eigin sögn. Hamilton segir að Ferrari sé nær Red Bull, um hálfri sekúndu en McLaren. "Við erum á svipuðum slóðum og Mercedes að mínu mati. Við gerðum aðeins betur í Barein, en það er okkar að vera fyrri til en Mercedes að færa okkur skör ofar", sagði Hamilton. Næsta mót er í Ástralíu um næstu helgi, á götum Melbourne.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira