Amerískar sjónvarpsstjörnur slógu í gegn í Reykjavík 30. nóvember 2010 11:00 Penn Badgley og Shawn Pyfrom nutu mikillar athygli um helgina og slegist var um myndatökur með þeim. „Þeir voru mjög kurteisir og virtust bara vera venjulegir strákar að skemmta sér," segir Hallur Dan Johansen hjá veitinga-og skemmtistaðnum Austur. Penn Badgley, stjarnan úr Gossip Girl, og Shawn Pyfrom, úr Aðþrengdum eiginkonum, ollu með nærveru sinni hálfgerðri múgæsingu meðal reykvískra stúlkna um helgina. Badgley hafði auglýst komu sína til Íslands í glanstímaritinu Us Weekly eins og Fréttablaðið greindi frá en Shawn Pyfrom hefur verið á ferðalagi um Evrópu. Starfsmaður á Vegamótum sem Fréttablaðið ræddi við sagði að fjölmargar stúlkur hefðu gert sér ferð á staðinn þegar kvissaðist út á Facebook að stjörnurnar tvær sætu þar að snæðingi á laugardeginum. Vinirnir tveir reyndust frekar matgrannir og deildu með sér hamborgara af matseðli. Ekki réðu allar stúlkurnar við þá geðshræringu sem fylgir því að vera í návist slíkra stórstjarna og þegar einni þeirra var meinað að taka mynd af sér með stjörnunum brast hún í grát, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Strákarnir fóru meðal annars með starfsliði Austur á sunnudeginum í skoðunarferð að Gullfoss og Geysi. Badgley og Pyfrom héldu aðallega til á Austur og var Pyfrom orðinn slíkur heimalingur þar að hann tók þátt í að þrífa barinn eftir lokun á föstudagskvöldinu. Hallur Dan segir þá Badgley og Pyfrom hafa notið athyglinnar frá hinu kyninu og dæmi voru um að stúlkur hafi beðið í röðinni á laugardagskvöldinu í þrjá tíma fyrir utan staðinn til þess eins að komast í tæri við þá Penn og Shawn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins varð ágangurinn svo mikill inná staðnum á tímabili að stjörnurnar tvær neyddust til að flýja útum bakdyr á annarri hæð Austurs og niður brunastiga en þá voru trylltir aðdáendur farnir að rífa í fötin þeirra. Til þeirra sást á B5 í einkaherberginu þar en biðröð myndaðist af stelpum sem vildu fá að taka myndir af sér með þeim. Miklir kærleikar tókust á með leikurunum tveim og starfsfólki Austurs og samkvæmt Halli Dan fóru stjörnurnar ásamt nokkrum úr starfsliðinu í skoðunarferð og kíktu á Gullfoss og Geysi og svo út að borða. Heimildir úr þeim herbúðum herma að drengirnir hafi verið himinlifandi með dvölina og ætli að koma aftur til Íslands við fyrsta tækifæri. freyrgigja@frettabladid.is kristjana@frettabladid.is Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Þeir voru mjög kurteisir og virtust bara vera venjulegir strákar að skemmta sér," segir Hallur Dan Johansen hjá veitinga-og skemmtistaðnum Austur. Penn Badgley, stjarnan úr Gossip Girl, og Shawn Pyfrom, úr Aðþrengdum eiginkonum, ollu með nærveru sinni hálfgerðri múgæsingu meðal reykvískra stúlkna um helgina. Badgley hafði auglýst komu sína til Íslands í glanstímaritinu Us Weekly eins og Fréttablaðið greindi frá en Shawn Pyfrom hefur verið á ferðalagi um Evrópu. Starfsmaður á Vegamótum sem Fréttablaðið ræddi við sagði að fjölmargar stúlkur hefðu gert sér ferð á staðinn þegar kvissaðist út á Facebook að stjörnurnar tvær sætu þar að snæðingi á laugardeginum. Vinirnir tveir reyndust frekar matgrannir og deildu með sér hamborgara af matseðli. Ekki réðu allar stúlkurnar við þá geðshræringu sem fylgir því að vera í návist slíkra stórstjarna og þegar einni þeirra var meinað að taka mynd af sér með stjörnunum brast hún í grát, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Strákarnir fóru meðal annars með starfsliði Austur á sunnudeginum í skoðunarferð að Gullfoss og Geysi. Badgley og Pyfrom héldu aðallega til á Austur og var Pyfrom orðinn slíkur heimalingur þar að hann tók þátt í að þrífa barinn eftir lokun á föstudagskvöldinu. Hallur Dan segir þá Badgley og Pyfrom hafa notið athyglinnar frá hinu kyninu og dæmi voru um að stúlkur hafi beðið í röðinni á laugardagskvöldinu í þrjá tíma fyrir utan staðinn til þess eins að komast í tæri við þá Penn og Shawn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins varð ágangurinn svo mikill inná staðnum á tímabili að stjörnurnar tvær neyddust til að flýja útum bakdyr á annarri hæð Austurs og niður brunastiga en þá voru trylltir aðdáendur farnir að rífa í fötin þeirra. Til þeirra sást á B5 í einkaherberginu þar en biðröð myndaðist af stelpum sem vildu fá að taka myndir af sér með þeim. Miklir kærleikar tókust á með leikurunum tveim og starfsfólki Austurs og samkvæmt Halli Dan fóru stjörnurnar ásamt nokkrum úr starfsliðinu í skoðunarferð og kíktu á Gullfoss og Geysi og svo út að borða. Heimildir úr þeim herbúðum herma að drengirnir hafi verið himinlifandi með dvölina og ætli að koma aftur til Íslands við fyrsta tækifæri. freyrgigja@frettabladid.is kristjana@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira