Johnny Depp viðurkennir í samtali við Vanity Fair að draumahlutverk hans sé danski prinsinn Hamlet úr leikverki Williams Shakespeare. Hann skuldi reyndar hinum sáluga Marlon Brando að leika þetta hlutverk.
„Brando sagði við mig að ég ætti að taka mér frí í ár og stúdera Shakespeare. Eða stúdera Hamlet, allavega, ég ætti að leika Hamlet áður en ég yrði of gamall," segir Depp í samtali við Vanity Fair og bætir því við að hann langi mikið til að uppfylla þennan draum síns látna vinar.