Vettel og Schumacher í beinni útsendingu í meistarakeppni ökumanna á Stöð 2 Sport 16. nóvember 2010 09:36 Michael Schumacher og Sebastian Vettel verða meðal keppenda í meistarakeppni ökumanna. Mynd: Getty Images Stöð 2 Sport hefur náð samningum um að sýna beint frá meistarakeppni ökumanna sem fer fram á leikvangi Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi helgina 27. og 28. nóvember. Meðal keppenda verður nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, Sebastian Vettel og félagi hans Michael Schumacher. Mótið stendur í tvo daga og er keppt á malbikaðri samhliða braut, en keppendur eru úr ýmsum greinum akstursíþrótta og er mótið með útsláttarfyrirkomulagi, svipað og samhliðasvig á skíðum. Meðal keppenda, auk Vettels og Schumacher verða Michael Doohan, fimmfaldur mótorhjólameistari, Sebastian Loeb, sexfaldur meistari í rallakstri sem vann einmitt breska rallið um síðustu helgi og Alain Prost, þrefaldur meistari í Formúlu 1. Keppt verður í landsflokki þar sem Vettel og Schumacher verja titil Þýskalands frá því í fyrra og í einstaklingskeppni, en Mikael Eckstrom, DTM kappi vann þann hluta mótsins í fyrra. Keppendur aka á ýmiskonar farartækjum, m.a. sérhönnuðum Audi Sportbíl, Porsche 911 og nokkrum sérútbúnum bílum sem hafa verið notaðir í þetta mót síðustu ár. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá landskeppninni og einstaklingskeppninni. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur náð samningum um að sýna beint frá meistarakeppni ökumanna sem fer fram á leikvangi Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi helgina 27. og 28. nóvember. Meðal keppenda verður nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, Sebastian Vettel og félagi hans Michael Schumacher. Mótið stendur í tvo daga og er keppt á malbikaðri samhliða braut, en keppendur eru úr ýmsum greinum akstursíþrótta og er mótið með útsláttarfyrirkomulagi, svipað og samhliðasvig á skíðum. Meðal keppenda, auk Vettels og Schumacher verða Michael Doohan, fimmfaldur mótorhjólameistari, Sebastian Loeb, sexfaldur meistari í rallakstri sem vann einmitt breska rallið um síðustu helgi og Alain Prost, þrefaldur meistari í Formúlu 1. Keppt verður í landsflokki þar sem Vettel og Schumacher verja titil Þýskalands frá því í fyrra og í einstaklingskeppni, en Mikael Eckstrom, DTM kappi vann þann hluta mótsins í fyrra. Keppendur aka á ýmiskonar farartækjum, m.a. sérhönnuðum Audi Sportbíl, Porsche 911 og nokkrum sérútbúnum bílum sem hafa verið notaðir í þetta mót síðustu ár. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá landskeppninni og einstaklingskeppninni.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira