Ítalíumeistararnir í Inter Milan eru komnir upp að hlið nágranna sinn í AC Milan á topp ítölsku deildarinnar eftir sigur á Cagliari í dag, 0-1. Samuel Eto skoraði sigurmark Inter Milan á 39. mínútu og er liðið nú með 14 stig eftir sjö leiki.
Alberto Aquilani var á skotskónum fyrir Juventus þegar liðið fór létt með Lecce á heimavelli, 4-0. Þeir lyfta sér upp í 5. sæti með sigrnum en liðið hefur farið illa af stað í ár. Fiorentina er áfram á botni deildarinnar eftir 2-1 tap á útivelli gegn Sampdoria
Úrslit dagsins í ítalska boltanum:
Cagliari - Inter Milan 0 - 1
Brescia - Udinese 0 - 1
Catania - Napoli 1 - 1
Cesena - Parma 1 - 1
Juventus - Lecce 4 - 0
Palermo - Bologna 4 - 1
Sampdoria - Fiorentina 2 - 1
Inter á toppinn – Stórsigur hjá Juve
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn




„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn


Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn