Mikilvægt að viðhalda einbeitingunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2010 06:00 Guðmundur Guðmundsson. Fréttablaðið Ísland mætir Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Flest landslið í Evrópu, þar á meðan það danska, er að undirbúa sig fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í Svíþjóð sem fer fram í janúar á næsta ári. Þar á Ísland öruggt sæti eftir góðan árangur á EM í vetur. „Við þurfum að taka þessa leiki af fullum krafti," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. „Við þurfum að nýta tímann mjög vel þegar við hittumst og passa sérstaklega vel að missa ekki niður einbeitinguna á milli mikilvægra leikja og móta." Eftir leikina gegn Danmörku fer landsliðið til Brasilíu þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki gegn heimamönnum, 16. og 18. júní. „Við hittumst svo ekkert fyrr en í október og þá byrjar undankeppni fyrir EM 2012 með tveimur erfiðum leikjum. Eftir það hittumst við svo aftur í janúar, skömmu fyrir mótið í Svíþjóð." Landsliðið kom saman fyrst í gær enda lauk tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem fjölmargir íslenskir landsliðsmenn spila nú um helgina. „Við fengum því aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikina gegn Dönum en það var bara um ekkert annað að ræða. Við erum í sérstakri stöðu og vorum þó heppnir að fá þessa leiki sem við fengum." Guðmundur segist vera byrjaður að leggja línurnar fyrir HM í Svíþjóð og að hann sé nú að halda áfram þeirri vinnu sem hófst fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. „Við þurfum að halda áfram að þróa okkar leik og ekki glata því sem við höfum verið að byggja upp síðan á Ólympíuleikunum. Það felst oft mesta vinnan í því að viðhalda varnarleiknum og við þurfum að nota leikina nú til að stilla saman strengina í vörninni." Ísland vann frækilegan sigur á Dönum á EM í Austurríki en það var lokaleikur Íslands í riðlakeppninni. Fram að honum hafði Ísland gert tvö jafntefli - gegn Serbíu og Austurríki. „Það var ekki fyrr en í þeim leik sem við náðum að spila þann varnarleik sem við vildum gera. Ég hef horft nokkrum sinnum á þann leik aftur og vonandi tekst okkur að nýta það sem vel gekk þá." Og spurður hvort að Guðmundur sé búinn að setja markið á gullið í Svíþjóð færist bros á andlit landsliðsþjálfarans. „Við ætlum að halda okkur áfram í fremstu röð. Við höfum náð silfri og bronsi á síðustu tveimur stórmótum og auðvitað viljum við fylgja því eftir." Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Ísland mætir Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Flest landslið í Evrópu, þar á meðan það danska, er að undirbúa sig fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í Svíþjóð sem fer fram í janúar á næsta ári. Þar á Ísland öruggt sæti eftir góðan árangur á EM í vetur. „Við þurfum að taka þessa leiki af fullum krafti," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. „Við þurfum að nýta tímann mjög vel þegar við hittumst og passa sérstaklega vel að missa ekki niður einbeitinguna á milli mikilvægra leikja og móta." Eftir leikina gegn Danmörku fer landsliðið til Brasilíu þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki gegn heimamönnum, 16. og 18. júní. „Við hittumst svo ekkert fyrr en í október og þá byrjar undankeppni fyrir EM 2012 með tveimur erfiðum leikjum. Eftir það hittumst við svo aftur í janúar, skömmu fyrir mótið í Svíþjóð." Landsliðið kom saman fyrst í gær enda lauk tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem fjölmargir íslenskir landsliðsmenn spila nú um helgina. „Við fengum því aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikina gegn Dönum en það var bara um ekkert annað að ræða. Við erum í sérstakri stöðu og vorum þó heppnir að fá þessa leiki sem við fengum." Guðmundur segist vera byrjaður að leggja línurnar fyrir HM í Svíþjóð og að hann sé nú að halda áfram þeirri vinnu sem hófst fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. „Við þurfum að halda áfram að þróa okkar leik og ekki glata því sem við höfum verið að byggja upp síðan á Ólympíuleikunum. Það felst oft mesta vinnan í því að viðhalda varnarleiknum og við þurfum að nota leikina nú til að stilla saman strengina í vörninni." Ísland vann frækilegan sigur á Dönum á EM í Austurríki en það var lokaleikur Íslands í riðlakeppninni. Fram að honum hafði Ísland gert tvö jafntefli - gegn Serbíu og Austurríki. „Það var ekki fyrr en í þeim leik sem við náðum að spila þann varnarleik sem við vildum gera. Ég hef horft nokkrum sinnum á þann leik aftur og vonandi tekst okkur að nýta það sem vel gekk þá." Og spurður hvort að Guðmundur sé búinn að setja markið á gullið í Svíþjóð færist bros á andlit landsliðsþjálfarans. „Við ætlum að halda okkur áfram í fremstu röð. Við höfum náð silfri og bronsi á síðustu tveimur stórmótum og auðvitað viljum við fylgja því eftir."
Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti