Jónas Fr.: Ég skilaði betri stofnun en ég tók við 12. apríl 2010 20:50 Jónas Fr. Jónsson segist hafa skilað betri stofnun. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) segist hafa skilað betri stofnun en hann tók við. Hann segir FME hafa verið alvarlega fjársvelt en stórbatnað í sinni stjórnartíð. Þetta kom fram í viðtali við Jónas á RÚV í kvöld. Sjálfur hefur hann verið sakaður um vanrækslu af rannsóknarnefnd Alþingis. Jónas tók sem dæmi að nú eru 18 mánuðir liðnir frá hruni. Búið er að stórbæta aðstöðu og aðbúnað rannsóknaraðila svo sem FME auk þess sem búið er að koma á fót embætti sérstaks saksóknara. Þrátt fyrir það hefur engin ákæra litið dagsins ljós og hann spurði því á móti hvað stofnun sem innihélt rétt rúma þrjátíu starfsmenn hafi getað gert gagnvart þeim tæplega 40 stórfyrirtækjum sem þeir áttu að hafa eftirlit með. Hann sagði málin hafa verið flókin og umfangsmikil; slíkt væri eðli efnahagsbrota. Þá var Jónas spurður um Landsbankann og lán til Björgólfs Thors Björgólfssonar og Actavis. Bankinn neitaði að tengja þessa aðila saman en áhættufjárbindingin var samanlagt um 50 prósent af eigin fé bankans. Það er ólöglegt en hámarkið eru 25 prósent. Rannsóknin tók að auki tvö og hálft ár en málið var aldrei kært til lögreglunnar. Jónas benti þá á að Landsbankinn hefði ráðið til sín alla sem komu að rannsókninni nema einn aðila. Hann þurfti svo að ljúka rannsókninni með nýjum einstaklingum. „Hvað átti að gera? Það hefði aldrei flogið að koma einhverjum í fangelsi fyrir þetta," sagði Jónas svo. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) segist hafa skilað betri stofnun en hann tók við. Hann segir FME hafa verið alvarlega fjársvelt en stórbatnað í sinni stjórnartíð. Þetta kom fram í viðtali við Jónas á RÚV í kvöld. Sjálfur hefur hann verið sakaður um vanrækslu af rannsóknarnefnd Alþingis. Jónas tók sem dæmi að nú eru 18 mánuðir liðnir frá hruni. Búið er að stórbæta aðstöðu og aðbúnað rannsóknaraðila svo sem FME auk þess sem búið er að koma á fót embætti sérstaks saksóknara. Þrátt fyrir það hefur engin ákæra litið dagsins ljós og hann spurði því á móti hvað stofnun sem innihélt rétt rúma þrjátíu starfsmenn hafi getað gert gagnvart þeim tæplega 40 stórfyrirtækjum sem þeir áttu að hafa eftirlit með. Hann sagði málin hafa verið flókin og umfangsmikil; slíkt væri eðli efnahagsbrota. Þá var Jónas spurður um Landsbankann og lán til Björgólfs Thors Björgólfssonar og Actavis. Bankinn neitaði að tengja þessa aðila saman en áhættufjárbindingin var samanlagt um 50 prósent af eigin fé bankans. Það er ólöglegt en hámarkið eru 25 prósent. Rannsóknin tók að auki tvö og hálft ár en málið var aldrei kært til lögreglunnar. Jónas benti þá á að Landsbankinn hefði ráðið til sín alla sem komu að rannsókninni nema einn aðila. Hann þurfti svo að ljúka rannsókninni með nýjum einstaklingum. „Hvað átti að gera? Það hefði aldrei flogið að koma einhverjum í fangelsi fyrir þetta," sagði Jónas svo.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira