Alonso stefnir á sigur í lokamótunum 15. september 2010 12:52 Fernando Alonso var ráðinn til Ferrari á þessu ári í stað Kimi Raikkönen. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernanado Alonso er bjartsýnni á tititlmöguleika sína eftir að hafa unnið á heimavelli Ferrari á sunnudaginn. Hann komst fyrstur í mark í Monza kappakstrinum og færðist úr fimmta sæti í það þriðja í stigamóti ökmanna á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. "Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stig á Spa brautinni, eftir óhapp í fyrsta hring, þá höfum við náð fleiri stigum í síðustu fjórum mótum en nokkrir aðrir. Þetta gefur okkur byr undir báða vængi. sagði Alonso í frétt á autosport.com, en vitnað er í henni í skrif Alonso á heimasíðu Ferrari. "Þetta gefur okkur byr undir báða vængi. "Ég mætti til Maranello (höfuðstöðvar Ferrrari) 5. september, viss um að við gætum glætt titilvonir okkar, jafnvel þó það yrði erfitt. Tveimur dögum eftir mótið í a Monza getum við sagt að við höfum tekið framfaraskref." "Við vissum að ef við gerðum okkar besta, þá ættum við möguleika og þannig fóru leikar. Núna verður markmið okkar að endurtaka leikinn í síðustu fimm mótum ársins." Alonso heimsótti höfuðstöðvar Ferrari eftir mótið á Monza og þakkaði fyrir vel unnin störf á samkomu starfsmanna Ferrari í einni af byggingum Ferrari. "Ég gat þakkað öllum persónulega. Það var gaman að lyfta verðlaununum fyrir framan fólkið sem gerði sigurinn mögulegan, og ekki síst þeim sem útfærðu þjónusuhléið", sagði Alonso. Alonso vann mótið eftir að snöggt þjónustuhlé á Monza fleytti honum framfyrir Jenson Button, sem hafði leitt mótið frá ræsingu. Alonso hafði verið fremstur á ráslínu, en Button komst framúr honum í upphafi. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Fernanado Alonso er bjartsýnni á tititlmöguleika sína eftir að hafa unnið á heimavelli Ferrari á sunnudaginn. Hann komst fyrstur í mark í Monza kappakstrinum og færðist úr fimmta sæti í það þriðja í stigamóti ökmanna á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. "Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stig á Spa brautinni, eftir óhapp í fyrsta hring, þá höfum við náð fleiri stigum í síðustu fjórum mótum en nokkrir aðrir. Þetta gefur okkur byr undir báða vængi. sagði Alonso í frétt á autosport.com, en vitnað er í henni í skrif Alonso á heimasíðu Ferrari. "Þetta gefur okkur byr undir báða vængi. "Ég mætti til Maranello (höfuðstöðvar Ferrrari) 5. september, viss um að við gætum glætt titilvonir okkar, jafnvel þó það yrði erfitt. Tveimur dögum eftir mótið í a Monza getum við sagt að við höfum tekið framfaraskref." "Við vissum að ef við gerðum okkar besta, þá ættum við möguleika og þannig fóru leikar. Núna verður markmið okkar að endurtaka leikinn í síðustu fimm mótum ársins." Alonso heimsótti höfuðstöðvar Ferrari eftir mótið á Monza og þakkaði fyrir vel unnin störf á samkomu starfsmanna Ferrari í einni af byggingum Ferrari. "Ég gat þakkað öllum persónulega. Það var gaman að lyfta verðlaununum fyrir framan fólkið sem gerði sigurinn mögulegan, og ekki síst þeim sem útfærðu þjónusuhléið", sagði Alonso. Alonso vann mótið eftir að snöggt þjónustuhlé á Monza fleytti honum framfyrir Jenson Button, sem hafði leitt mótið frá ræsingu. Alonso hafði verið fremstur á ráslínu, en Button komst framúr honum í upphafi.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira