Actavis og Teva leggja fram tilboð í Ratiopharm 7. febrúar 2010 08:33 Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Eins og komið hefur fram í fréttum nýtur Actavis fjárhagsstuðnings frá sænska fjárfestinarsjóðnum EQT í tilboði sínu. EQT er í eigu sænsku Wallenberg fjölskyldunna. Þá hefur einnig komið fram að Deutsche Banka, aðallánadrottinn Actavis, hefur lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignar Ratiopharm. Teva, sem staðsett er í Ísrael, er talið hafa meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis enda er um stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimini. Samkvæmt frétt Reuters eru möguleikar Actavis þó taldir litlu minni eftir að Actavis greip til þess ráðs að fá Claudio Albrecht fyrrum forstjóra Ratiopharm til liðs við sig sem ráðgjafa við tilboðsgerðina. Þá er einnig nefnt að Actavis hefur lofað því að ekki komi til fjöldauppsagna meðal starfsmanna Ratiopharm í borginni Ulm í Þýskalandi. Á móti mun Teva ætla að segja mörgum þeirra upp og það hugnast ekki eigendurm Ratiopharm, Merckle fjölskyldunni. „Teva virðist hafa betri fjárhagsstöðu og mun hagnast meir á samruna við Ratiopharm. Hinsvegar gæti minni stærð Actavis hugnast fjölskyldunni sem er að selja fyrirtækið," segir greinandi hjá Jeffries í samtali við Reuters. Verðmiðinn á Ratiopharm er um 3 milljarðar evra. Salan yrði sú stærsta meðal samheitalyfjafyrirtækja síðan árið 2008 þegar Teva festi kaup á bandaríska fyrirtækinu Barr á um 7,5 milljarða dollara. Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Eins og komið hefur fram í fréttum nýtur Actavis fjárhagsstuðnings frá sænska fjárfestinarsjóðnum EQT í tilboði sínu. EQT er í eigu sænsku Wallenberg fjölskyldunna. Þá hefur einnig komið fram að Deutsche Banka, aðallánadrottinn Actavis, hefur lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignar Ratiopharm. Teva, sem staðsett er í Ísrael, er talið hafa meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis enda er um stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimini. Samkvæmt frétt Reuters eru möguleikar Actavis þó taldir litlu minni eftir að Actavis greip til þess ráðs að fá Claudio Albrecht fyrrum forstjóra Ratiopharm til liðs við sig sem ráðgjafa við tilboðsgerðina. Þá er einnig nefnt að Actavis hefur lofað því að ekki komi til fjöldauppsagna meðal starfsmanna Ratiopharm í borginni Ulm í Þýskalandi. Á móti mun Teva ætla að segja mörgum þeirra upp og það hugnast ekki eigendurm Ratiopharm, Merckle fjölskyldunni. „Teva virðist hafa betri fjárhagsstöðu og mun hagnast meir á samruna við Ratiopharm. Hinsvegar gæti minni stærð Actavis hugnast fjölskyldunni sem er að selja fyrirtækið," segir greinandi hjá Jeffries í samtali við Reuters. Verðmiðinn á Ratiopharm er um 3 milljarðar evra. Salan yrði sú stærsta meðal samheitalyfjafyrirtækja síðan árið 2008 þegar Teva festi kaup á bandaríska fyrirtækinu Barr á um 7,5 milljarða dollara.
Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira