Vettel: Erum dálítið brjálaðir 10. júlí 2010 18:46 Fremstu menn á ráslínunni á morgun, Alonso, Vettel og Webber. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum á Silverstone brautinni í dag, en einhver áhöld er um að hann hafi fengið betri framvæng á bíl sinn en Mark Webber af því liðið tekur hann framyfir Webber. Vettel er ofar í stigamótinu og Christian Horner tók ákvörðun um að hann fengi væng undan bíl Webbers eftir að hans brotnaði á lokaæfingunni. Webber var sýnilega stúrinn á fréttamannfundi eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. En Vettel var ánægður með árangur dagsins, en hann vann mótið í fyrra á Red Bull. "Bíllinn virkar vel á brautinni, í þessum beygjum og hraðinn mikill. Ég held við séum allir dálítið brjálaðir, en þetta er svo gaman", sagði Vettel. "Nýi hluti brautarinnar, beygjur ellefu og tólf eru frábærar og ég kann vel við mig á brautinni og bíllinn virkar vel. Að ná fremsta stað á ráslínu er lykill að árangri í kappakstrinum." Vettel var spurður hvort hann væri í uppáhaldi hjá Red Bull og hefði því fengið betri framvæng en Webber. "Það er erfitt að dæma hlutina utan frá séð, en við vitum hvað við erum að gera, að ég held", svaraði Vettel. Bein útsending er frá mótinu á Silverstone á sunnudag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum á Silverstone brautinni í dag, en einhver áhöld er um að hann hafi fengið betri framvæng á bíl sinn en Mark Webber af því liðið tekur hann framyfir Webber. Vettel er ofar í stigamótinu og Christian Horner tók ákvörðun um að hann fengi væng undan bíl Webbers eftir að hans brotnaði á lokaæfingunni. Webber var sýnilega stúrinn á fréttamannfundi eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. En Vettel var ánægður með árangur dagsins, en hann vann mótið í fyrra á Red Bull. "Bíllinn virkar vel á brautinni, í þessum beygjum og hraðinn mikill. Ég held við séum allir dálítið brjálaðir, en þetta er svo gaman", sagði Vettel. "Nýi hluti brautarinnar, beygjur ellefu og tólf eru frábærar og ég kann vel við mig á brautinni og bíllinn virkar vel. Að ná fremsta stað á ráslínu er lykill að árangri í kappakstrinum." Vettel var spurður hvort hann væri í uppáhaldi hjá Red Bull og hefði því fengið betri framvæng en Webber. "Það er erfitt að dæma hlutina utan frá séð, en við vitum hvað við erum að gera, að ég held", svaraði Vettel. Bein útsending er frá mótinu á Silverstone á sunnudag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 11.30.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira