Yamamoto keppir ekki vegna matareitrunar 24. september 2010 11:10 Sakon Yamamoto keppir ekki í Singapúr. Mynd: Getty Images Japaninn Sakon Yamamoto getur ekki keppt í Formúlu 1 mótinu í Singapúr um helgina vegna matareitrunar og mun Þjóðverjinn Chrstian Klien taka sæti hans hjá Hispania liðinu spænska. "Það lítur út fyrir að Sakon Yamamoto sé með matareitrun og honum líður ekki vel. Af þeim sökum mun Christian Klien aka bílnum í dag og í keppninni. Ég vona að Sakon nái sér og geti keyrt á heimavelli í Japan", sagði Georg Kolles, yfirmaður Hispania liðsins í frétt á autosport.com. Klien er reyndur ökumaður og ók Hispania bílnum á föstudagsæfingum á Spáni, í Barcelona og Valencia. Hann hefur ekki keppt í Formúlu 1 síðan 2006 þegar hann var með Red Bull, en hann var m.a. varaökumaður Honda og BMW um tíma. Gengi Hispania liðsins, sem hóf að keppa á þessu ári hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið virðist hafa átt í erfiðleikum fjárhagslega ef marka má fréttir. Yamamoto kom inn í liðið í stað Karun Chandok, eftir að hafa keppt í einu móti í stað Bruno Senna, sem er hinn ökumaður liðsins. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Japaninn Sakon Yamamoto getur ekki keppt í Formúlu 1 mótinu í Singapúr um helgina vegna matareitrunar og mun Þjóðverjinn Chrstian Klien taka sæti hans hjá Hispania liðinu spænska. "Það lítur út fyrir að Sakon Yamamoto sé með matareitrun og honum líður ekki vel. Af þeim sökum mun Christian Klien aka bílnum í dag og í keppninni. Ég vona að Sakon nái sér og geti keyrt á heimavelli í Japan", sagði Georg Kolles, yfirmaður Hispania liðsins í frétt á autosport.com. Klien er reyndur ökumaður og ók Hispania bílnum á föstudagsæfingum á Spáni, í Barcelona og Valencia. Hann hefur ekki keppt í Formúlu 1 síðan 2006 þegar hann var með Red Bull, en hann var m.a. varaökumaður Honda og BMW um tíma. Gengi Hispania liðsins, sem hóf að keppa á þessu ári hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið virðist hafa átt í erfiðleikum fjárhagslega ef marka má fréttir. Yamamoto kom inn í liðið í stað Karun Chandok, eftir að hafa keppt í einu móti í stað Bruno Senna, sem er hinn ökumaður liðsins.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira