Umfjöllun: Gunnleifur hetja FH í vítaspyrnukeppni gegn Blikum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 3. júní 2010 22:31 Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Valli FH-ingar eru komnir áfram í 16-liða úrslit VISA-bikars karla í fótbolta eftir að hafa unnið Blika í vítaspyrnukeppni í Kópavoginum í kvöld. Gunnleifur Gunnleifsson varði þrjár vítaspyrnur Blika. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en liðin forðuðust að taka óþarfa áhættur. Guðmundur Pétursson komst einn í gegn strax eftir þrjár mínútur en skaut framhjá eftir gott úthlaup Gunnleifs. Annars byrjaði FH betur en Blikar unnu sig vel inn í leikinn og jafnræði var með liðunum. Elfar Freyr Halldórsson skallaði framhjá úr fínu færi og svo skoraði Guðmundur löglegt mark, sem var dæmt af vegna meintrar rangstöðu. Rangur dómar og Blikar ósáttir, enda stóð þetta tæpt. Atli Guðnason fékk fínt færi hinumegin en fór illa að ráði sínu og Torgeir Motland gat gert betur úr dauðafæri í markteignum en Ingvar Kale varði vel frá honum. Markalaust í hálfleik. FH-ingar eru komnir áfram í 16-liða úrslit VISA-bikars karla í fótbolta eftir að hafa unnið Blika í vítaspyrnukeppni í Kópavoginum í kvöld. Gunnleifur Gunnleifsson varði þrjár vítaspyrnur Blika. Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og óðu í hálffærum. Ekkert þeirra var afgerandi en þeir virkuðu mjög hættulegir og höfðu öll völd á vellinum. Þeir náðu þó ekki að skora og dæmið snerist við, FH byrjaði að sækja og fékk þrjú ágæt færi. Það besta var skot Atla í stöngina. Þá kom loksins markið sem leikurinn þurfti, Alfreð Finnbogason og Guðmundur náðu einkar vel saman, óðu að teig FH og Alfreð sendi innfyrir á Guðmund sem kláraði færið sitt vel. Mjög vel gert hjá Blikum. En þeir voru varla hættir að fagna þegar Hafnarfjarðarliðið jafnaði. Björn Daníel Sverrisson skoraði þá fínt mark úr teignum eftir að vörn Blika gleymdi honum þar. Atli Guðnason sendi á hann og afgreiðslan góð. Bæði lið fengu sæmileg færi til að skora en allt kom fyrir ekki og framlengja þurfti leikinn. Þar gerðist fátt markvert, Blikar voru betri en skoruðu ekki. Gunnleifur varði vel frá Arnóri Sveini og Alfreð skaut framhjá úr aukaspyrnu. Þá bjargaði Tommy Nielsen frábærlega áður en hann fékk sitt annað gula spjald undir lok framlengingarinnar. Vítaspyrnukeppnin fór í gang og fór hún svona þar sem FH byrjaði. 0-0 - Torgeir Motland skorar ekki, Ingvar Kale ver vel. Hann var löngu kominn í hornið. 1-0 - Alfreð Finnbogason skorar af öryggi fyrir Blika. 1-0 - Atli Viðar Björnsson skaut framhjá. Ingvar fór í rétt horn. 1-0 - Gunnleifur ver frábærlega frá Guðmundi Péturssyni. 1-1 - Björn Daníel skorar af öryggi, góð spyrna. 1-1 - Gunnleifur ver aftur frábærlega, nú frá Jökli Elísabetarsyni. 1-2 - Matthías Vilhjálmsson skorar í samskeytin og inn. Ótrúleg spyrna. 1-2 - Gunnleifur ver þriðju spyrnuna sína! 1-3 - Atli Guðnason skorar af öryggi og FH vinnur! Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
FH-ingar eru komnir áfram í 16-liða úrslit VISA-bikars karla í fótbolta eftir að hafa unnið Blika í vítaspyrnukeppni í Kópavoginum í kvöld. Gunnleifur Gunnleifsson varði þrjár vítaspyrnur Blika. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en liðin forðuðust að taka óþarfa áhættur. Guðmundur Pétursson komst einn í gegn strax eftir þrjár mínútur en skaut framhjá eftir gott úthlaup Gunnleifs. Annars byrjaði FH betur en Blikar unnu sig vel inn í leikinn og jafnræði var með liðunum. Elfar Freyr Halldórsson skallaði framhjá úr fínu færi og svo skoraði Guðmundur löglegt mark, sem var dæmt af vegna meintrar rangstöðu. Rangur dómar og Blikar ósáttir, enda stóð þetta tæpt. Atli Guðnason fékk fínt færi hinumegin en fór illa að ráði sínu og Torgeir Motland gat gert betur úr dauðafæri í markteignum en Ingvar Kale varði vel frá honum. Markalaust í hálfleik. FH-ingar eru komnir áfram í 16-liða úrslit VISA-bikars karla í fótbolta eftir að hafa unnið Blika í vítaspyrnukeppni í Kópavoginum í kvöld. Gunnleifur Gunnleifsson varði þrjár vítaspyrnur Blika. Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og óðu í hálffærum. Ekkert þeirra var afgerandi en þeir virkuðu mjög hættulegir og höfðu öll völd á vellinum. Þeir náðu þó ekki að skora og dæmið snerist við, FH byrjaði að sækja og fékk þrjú ágæt færi. Það besta var skot Atla í stöngina. Þá kom loksins markið sem leikurinn þurfti, Alfreð Finnbogason og Guðmundur náðu einkar vel saman, óðu að teig FH og Alfreð sendi innfyrir á Guðmund sem kláraði færið sitt vel. Mjög vel gert hjá Blikum. En þeir voru varla hættir að fagna þegar Hafnarfjarðarliðið jafnaði. Björn Daníel Sverrisson skoraði þá fínt mark úr teignum eftir að vörn Blika gleymdi honum þar. Atli Guðnason sendi á hann og afgreiðslan góð. Bæði lið fengu sæmileg færi til að skora en allt kom fyrir ekki og framlengja þurfti leikinn. Þar gerðist fátt markvert, Blikar voru betri en skoruðu ekki. Gunnleifur varði vel frá Arnóri Sveini og Alfreð skaut framhjá úr aukaspyrnu. Þá bjargaði Tommy Nielsen frábærlega áður en hann fékk sitt annað gula spjald undir lok framlengingarinnar. Vítaspyrnukeppnin fór í gang og fór hún svona þar sem FH byrjaði. 0-0 - Torgeir Motland skorar ekki, Ingvar Kale ver vel. Hann var löngu kominn í hornið. 1-0 - Alfreð Finnbogason skorar af öryggi fyrir Blika. 1-0 - Atli Viðar Björnsson skaut framhjá. Ingvar fór í rétt horn. 1-0 - Gunnleifur ver frábærlega frá Guðmundi Péturssyni. 1-1 - Björn Daníel skorar af öryggi, góð spyrna. 1-1 - Gunnleifur ver aftur frábærlega, nú frá Jökli Elísabetarsyni. 1-2 - Matthías Vilhjálmsson skorar í samskeytin og inn. Ótrúleg spyrna. 1-2 - Gunnleifur ver þriðju spyrnuna sína! 1-3 - Atli Guðnason skorar af öryggi og FH vinnur!
Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira