Lífið

Jóhanna Guðrún: Ef þú drekkur ekki áfengi eru vandamálin helmingi færri

Jóhanna Guðrún er í viðtali í nýju blaði frá Hinu húsinu sem nefnist Jafningafræðslan.
Jóhanna Guðrún er í viðtali í nýju blaði frá Hinu húsinu sem nefnist Jafningafræðslan.

Hitt húsið hefur ráðist í útgáfu á nýju blaði fyrir ungt fólk. Blaðið ber nafnið Jafningjafræðslan og því verður dreift til 3.500 ungmenna á höfuðborgarsvæðinu á næstunni. Þá er einnig hægt að skoða blaðið á rafrænu formi inn á heimasíðu Jafningjafræðslunnar.

Fyrsta tölublaðið er fullt af fróðleik þar sem handboltakappinn Björgvin Páll Gústavsson og söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir eru á meðal viðmælenda. Þar kemur meðal annars fram að Jóhanna drekkur ekki áfengi og henni eru minnistæð orð sem Magnús Scheving sagði eitt sinn við hana: „Ef þú drekkur ekki áfengi muntu hafa helmingi færri vandamál."

Í blaðinu eru einnig tekin fyrir alvarlegri málefni líkt og lögleiðing kannabis, lækkun áfengisaldurs, vímuefnanotkun, kynlíf og sjálfsmynd.

Blaðið má lesa hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×