Árangur Rosberg kemur ekki á óvart 5. apríl 2010 13:36 Nico Rosberg og Michael Schumacher aka með Mercedes og eru hér í hópi kvenna á Sepang brautinni. Nobert Haug hjá Mercedes segir að það komi sér ekkert á óvart að Nico Rosberg sé að standa sig vel sem liðsfélagi Michael Schumacher. Rosberg varð í þriðja sæti á eftir Red Bull mönnum í gær. "Þegar sögusagnir af Michael komu upp, þá hringdi Nico í mig og spurði hvort það væri satt. Hann vildi ólmur fá hann til liðsins", sagði Haug um Rosberg. Það segir meira en mörg orð um styrk Rosberg að hann vildi vinna með og keppa við meistarann margfalda. Haug vann áður náið með McLaren sem notar Mercedes vélar, en síðan ákvað Mercedes að kaupa Brawn liðið og Haug vinnur náið með Ross Brawn. Haug segir þá vinna saman og engin sé í forstjóraleik, þó tvö fyrirtæki hafi samneinast sem ein heild. Brawn er framkvæmdarstjóri liðsins. "Ég vil vinna með þeim bestu, eins og Ross Brawn. Við erum ekki upp á móti hvor öðrum, heldur vinnum saman. Ég vil hafa þann besta mér við hlið, þannig að ég vinni enn betur en ella. Það sama á við um Rosberg." Rosberg var hluti af ungliðahópi Mercedes í kart kappakstri ásamt Lewis Hamilton. "Ég hef þekkt Rosberg lengi og þegar ég vann með McLaren þá reyndum við að fá hann þangað. Þá þekki ég Keke pabba hans vel og Rosberg hefur alltaf vakið athygli. Það kemur mér ekkert á óvart að hann er að skila sínu. Hann er að negla þetta." Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Nobert Haug hjá Mercedes segir að það komi sér ekkert á óvart að Nico Rosberg sé að standa sig vel sem liðsfélagi Michael Schumacher. Rosberg varð í þriðja sæti á eftir Red Bull mönnum í gær. "Þegar sögusagnir af Michael komu upp, þá hringdi Nico í mig og spurði hvort það væri satt. Hann vildi ólmur fá hann til liðsins", sagði Haug um Rosberg. Það segir meira en mörg orð um styrk Rosberg að hann vildi vinna með og keppa við meistarann margfalda. Haug vann áður náið með McLaren sem notar Mercedes vélar, en síðan ákvað Mercedes að kaupa Brawn liðið og Haug vinnur náið með Ross Brawn. Haug segir þá vinna saman og engin sé í forstjóraleik, þó tvö fyrirtæki hafi samneinast sem ein heild. Brawn er framkvæmdarstjóri liðsins. "Ég vil vinna með þeim bestu, eins og Ross Brawn. Við erum ekki upp á móti hvor öðrum, heldur vinnum saman. Ég vil hafa þann besta mér við hlið, þannig að ég vinni enn betur en ella. Það sama á við um Rosberg." Rosberg var hluti af ungliðahópi Mercedes í kart kappakstri ásamt Lewis Hamilton. "Ég hef þekkt Rosberg lengi og þegar ég vann með McLaren þá reyndum við að fá hann þangað. Þá þekki ég Keke pabba hans vel og Rosberg hefur alltaf vakið athygli. Það kemur mér ekkert á óvart að hann er að skila sínu. Hann er að negla þetta."
Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira