Umfjöllun: Bjarni Fritzson stýrði flugeldasýningu í Digranesi Elvar Geir Magnússon í Digranesi skrifar 30. september 2010 19:56 Bjarni Fritzson. Mynd/Valli Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að skella HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í kvöld. Lokatölur 29-41. Bjarni Fritzson fór hamförum í leiknum, átti draumabyrjun í sínum fyrsta leik í Íslandsmóti fyrir Akureyri og skoraði alls 14 mörk, Miklar breytingar hafa orðið á HK-liðinu frá því í fyrra og var það sem leir í höndum mótherja sinna í kvöld. Akureyri hefur sterkara lið en HK en munurinn á þó ekki að vera svona mikill. Akureyringar voru ráðvilltir fyrstu fimm mínútur leiksins og fyrstu þrjú mörkin voru heimamanna. En þá fundu gestirnir gírinn, jöfnuðu fyrst í 3-3 og komust svo yfir í fyrsta sinn 4-5. Eftir það létu norðanmenn forystu sína ekki af hendi. Akureyri náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleiknum og var staðan 10-17 í leikhléi. Bjarni Fritzson fór hamförum skoraði átta mörk úr jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleik og hélt síðan áfram að raða inn í þeim síðari. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Snemma í honum fékk Vilhelm Gauti Bergsveinsson sína þriðju brottvísun og þar með útilokun. Akureyringar spiluðu öflugan sóknarleik og refsuðu heimamönnum ítrekað í hröðum sóknum sínum. Þeir voru einfaldlega miklu mun sterkari en HK og unnu á endanum tólf marka sigur sem leit út fyrir að vera ansi fyrirhafnarlítill. HK-ingar þurfa að girða sig í brók því frammistaða þeirra í þessum leik var ekki upp á marga fiska. Áhorfendur fá einnig skömm í hattinn en stemningsleysið á leiknum var algjört. Eina skiptið sem heyrðist eitthvað úr stúkunni var þegar varamarkvörður gestaliðsins, Stefán Guðnason, lét til sín taka. Þessi byrjun Akureyrar lofar ansi góðu fyrir þá. Ýmislegt í varnarleiknum mætti betur fara en liðið bar boltann gríðarlega vel upp völlinn og er til alls líklegt í vetur. HK - Akureyri 29-41 (10-17) Mörk HK (skot) : Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/2 (19/4), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 4/2 (8/4), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Hörður Másson 3 (5) Björn Björnsson 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Sigurjón Björnsson 0 (3), Atli Karl Bachmann 0 (4).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17/1Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Atli Ævar 2, Hörður, Ólafur Bjarki, Björn)Fiskuð víti: 8 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 3, Ólafur Bjarki).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 14/0 (16/1), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Oddur Grétarsson 6/0 (9/1), Daníel Einarsson 5 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Heimir Örn Árnason 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Halldór Árnason 0 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1, Stefán Guðnason 5/1.Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Bjarni 8, Oddur 4, Hörður, Daníel).Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Heimir).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, héldu línunni vel. Olís-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að skella HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í kvöld. Lokatölur 29-41. Bjarni Fritzson fór hamförum í leiknum, átti draumabyrjun í sínum fyrsta leik í Íslandsmóti fyrir Akureyri og skoraði alls 14 mörk, Miklar breytingar hafa orðið á HK-liðinu frá því í fyrra og var það sem leir í höndum mótherja sinna í kvöld. Akureyri hefur sterkara lið en HK en munurinn á þó ekki að vera svona mikill. Akureyringar voru ráðvilltir fyrstu fimm mínútur leiksins og fyrstu þrjú mörkin voru heimamanna. En þá fundu gestirnir gírinn, jöfnuðu fyrst í 3-3 og komust svo yfir í fyrsta sinn 4-5. Eftir það létu norðanmenn forystu sína ekki af hendi. Akureyri náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleiknum og var staðan 10-17 í leikhléi. Bjarni Fritzson fór hamförum skoraði átta mörk úr jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleik og hélt síðan áfram að raða inn í þeim síðari. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Snemma í honum fékk Vilhelm Gauti Bergsveinsson sína þriðju brottvísun og þar með útilokun. Akureyringar spiluðu öflugan sóknarleik og refsuðu heimamönnum ítrekað í hröðum sóknum sínum. Þeir voru einfaldlega miklu mun sterkari en HK og unnu á endanum tólf marka sigur sem leit út fyrir að vera ansi fyrirhafnarlítill. HK-ingar þurfa að girða sig í brók því frammistaða þeirra í þessum leik var ekki upp á marga fiska. Áhorfendur fá einnig skömm í hattinn en stemningsleysið á leiknum var algjört. Eina skiptið sem heyrðist eitthvað úr stúkunni var þegar varamarkvörður gestaliðsins, Stefán Guðnason, lét til sín taka. Þessi byrjun Akureyrar lofar ansi góðu fyrir þá. Ýmislegt í varnarleiknum mætti betur fara en liðið bar boltann gríðarlega vel upp völlinn og er til alls líklegt í vetur. HK - Akureyri 29-41 (10-17) Mörk HK (skot) : Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/2 (19/4), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 4/2 (8/4), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Hörður Másson 3 (5) Björn Björnsson 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Sigurjón Björnsson 0 (3), Atli Karl Bachmann 0 (4).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17/1Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Atli Ævar 2, Hörður, Ólafur Bjarki, Björn)Fiskuð víti: 8 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 3, Ólafur Bjarki).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 14/0 (16/1), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Oddur Grétarsson 6/0 (9/1), Daníel Einarsson 5 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Heimir Örn Árnason 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Halldór Árnason 0 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1, Stefán Guðnason 5/1.Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Bjarni 8, Oddur 4, Hörður, Daníel).Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Heimir).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, héldu línunni vel.
Olís-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira