Umfjöllun: Bjarni Fritzson stýrði flugeldasýningu í Digranesi Elvar Geir Magnússon í Digranesi skrifar 30. september 2010 19:56 Bjarni Fritzson. Mynd/Valli Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að skella HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í kvöld. Lokatölur 29-41. Bjarni Fritzson fór hamförum í leiknum, átti draumabyrjun í sínum fyrsta leik í Íslandsmóti fyrir Akureyri og skoraði alls 14 mörk, Miklar breytingar hafa orðið á HK-liðinu frá því í fyrra og var það sem leir í höndum mótherja sinna í kvöld. Akureyri hefur sterkara lið en HK en munurinn á þó ekki að vera svona mikill. Akureyringar voru ráðvilltir fyrstu fimm mínútur leiksins og fyrstu þrjú mörkin voru heimamanna. En þá fundu gestirnir gírinn, jöfnuðu fyrst í 3-3 og komust svo yfir í fyrsta sinn 4-5. Eftir það létu norðanmenn forystu sína ekki af hendi. Akureyri náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleiknum og var staðan 10-17 í leikhléi. Bjarni Fritzson fór hamförum skoraði átta mörk úr jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleik og hélt síðan áfram að raða inn í þeim síðari. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Snemma í honum fékk Vilhelm Gauti Bergsveinsson sína þriðju brottvísun og þar með útilokun. Akureyringar spiluðu öflugan sóknarleik og refsuðu heimamönnum ítrekað í hröðum sóknum sínum. Þeir voru einfaldlega miklu mun sterkari en HK og unnu á endanum tólf marka sigur sem leit út fyrir að vera ansi fyrirhafnarlítill. HK-ingar þurfa að girða sig í brók því frammistaða þeirra í þessum leik var ekki upp á marga fiska. Áhorfendur fá einnig skömm í hattinn en stemningsleysið á leiknum var algjört. Eina skiptið sem heyrðist eitthvað úr stúkunni var þegar varamarkvörður gestaliðsins, Stefán Guðnason, lét til sín taka. Þessi byrjun Akureyrar lofar ansi góðu fyrir þá. Ýmislegt í varnarleiknum mætti betur fara en liðið bar boltann gríðarlega vel upp völlinn og er til alls líklegt í vetur. HK - Akureyri 29-41 (10-17) Mörk HK (skot) : Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/2 (19/4), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 4/2 (8/4), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Hörður Másson 3 (5) Björn Björnsson 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Sigurjón Björnsson 0 (3), Atli Karl Bachmann 0 (4).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17/1Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Atli Ævar 2, Hörður, Ólafur Bjarki, Björn)Fiskuð víti: 8 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 3, Ólafur Bjarki).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 14/0 (16/1), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Oddur Grétarsson 6/0 (9/1), Daníel Einarsson 5 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Heimir Örn Árnason 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Halldór Árnason 0 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1, Stefán Guðnason 5/1.Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Bjarni 8, Oddur 4, Hörður, Daníel).Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Heimir).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, héldu línunni vel. Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að skella HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í kvöld. Lokatölur 29-41. Bjarni Fritzson fór hamförum í leiknum, átti draumabyrjun í sínum fyrsta leik í Íslandsmóti fyrir Akureyri og skoraði alls 14 mörk, Miklar breytingar hafa orðið á HK-liðinu frá því í fyrra og var það sem leir í höndum mótherja sinna í kvöld. Akureyri hefur sterkara lið en HK en munurinn á þó ekki að vera svona mikill. Akureyringar voru ráðvilltir fyrstu fimm mínútur leiksins og fyrstu þrjú mörkin voru heimamanna. En þá fundu gestirnir gírinn, jöfnuðu fyrst í 3-3 og komust svo yfir í fyrsta sinn 4-5. Eftir það létu norðanmenn forystu sína ekki af hendi. Akureyri náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleiknum og var staðan 10-17 í leikhléi. Bjarni Fritzson fór hamförum skoraði átta mörk úr jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleik og hélt síðan áfram að raða inn í þeim síðari. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Snemma í honum fékk Vilhelm Gauti Bergsveinsson sína þriðju brottvísun og þar með útilokun. Akureyringar spiluðu öflugan sóknarleik og refsuðu heimamönnum ítrekað í hröðum sóknum sínum. Þeir voru einfaldlega miklu mun sterkari en HK og unnu á endanum tólf marka sigur sem leit út fyrir að vera ansi fyrirhafnarlítill. HK-ingar þurfa að girða sig í brók því frammistaða þeirra í þessum leik var ekki upp á marga fiska. Áhorfendur fá einnig skömm í hattinn en stemningsleysið á leiknum var algjört. Eina skiptið sem heyrðist eitthvað úr stúkunni var þegar varamarkvörður gestaliðsins, Stefán Guðnason, lét til sín taka. Þessi byrjun Akureyrar lofar ansi góðu fyrir þá. Ýmislegt í varnarleiknum mætti betur fara en liðið bar boltann gríðarlega vel upp völlinn og er til alls líklegt í vetur. HK - Akureyri 29-41 (10-17) Mörk HK (skot) : Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/2 (19/4), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 4/2 (8/4), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Hörður Másson 3 (5) Björn Björnsson 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Sigurjón Björnsson 0 (3), Atli Karl Bachmann 0 (4).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17/1Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Atli Ævar 2, Hörður, Ólafur Bjarki, Björn)Fiskuð víti: 8 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 3, Ólafur Bjarki).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 14/0 (16/1), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Oddur Grétarsson 6/0 (9/1), Daníel Einarsson 5 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Heimir Örn Árnason 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Halldór Árnason 0 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1, Stefán Guðnason 5/1.Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Bjarni 8, Oddur 4, Hörður, Daníel).Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Heimir).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, héldu línunni vel.
Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira