HK vann í gærkvöldi sinn fimmta leik í röð í N1 deild karla og er nú tveimur stigum á efttir toppliði Akureyrar eftir sex umferðir. HK vann 36-34 sigur á Íslandsmeisturum Hauka í gær og var sigurinn mun öruggari en lokatölurnar gefa tilefni til að halda.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Digranesi í gær og náði mörgum skemmtilegum myndum.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
HK-ingar á miklu skriði - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
