AC Milan er komið upp í efsta sætið yfir þau félög í ítölsku deildinni sem borga hæstu launin. AC Milan fór upp fyrir nágranna sína í Internazionale samkvæmt nýrri úttekt hjá ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport.
Koma Brasilóumannsins Robinho og Svíans Zlatan Ibrahimovic til AC Milan og brottför þjálfarans Jose Mourinho frá Internazionale á mestan þátt í því að Milan-liðin skiptu um sæti á listanum.
AC Milan borgar nú 130 milljón evra í laun á ári sem gera 19,7 milljarðar íslenskra króna og er 10 milljón evra hærri upphæð en
Internazionale brogar sínu starfsfólki. Juventus er síðan í 3. sæti á listanum þar sem liðið borgar 100 milljón evra í laun á ári.
AC Milan borgar nú hærri laun en Internazionale
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn




„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn


Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn