Einn leikur fór fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Roma vann 0-1 sigur gegn Fiorentina.
Framherjinn Mirko Vucinic skoraði eina mark leiksins þegar um tíu mínútur lifðu leiks en með sigrinum klifruðu Rómverjar upp í annað sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Inter.
AC Milan er tveimur stigum á eftir Roma í þriðja sætinu en Mílanóborgarfélögin eiga bæði leik til góða á Roma.